Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“

Mynd­band hvet­ur út­lend­inga til að gift­ast ís­lensk­um kon­um, þar sem yf­ir­völd muni gefa þeim hús.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“
Ýkjumyndband af íslenskum konum Myndbandið hefur verið spilað oftar en þremur milljón sinnum. Mynd: Facebook
Úr myndbandinuErlendir karlmenn eru hvattir til þess að flytja til Íslands og eru birtar myndir af íslenskum konum.

„Þær eru að leita að karlmönnum,“ segir í vinsælu myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum í dag, þar sem gefið er til kynna að útlendingar sem flytja til Íslands muni fá greitt fyrir að giftast íslenskum konum. „Útlendingar munu fá fimm þúsund dollara á mánuði fyrir hverja íslenska konu sem þeir giftast. Fyrir hverja íslenska konu sem þú giftist munu yfirvöld gefa þér hús,“ segir í myndbandinu.

Grínvefurinn 2KOOL birtir myndbandið og hafa nú þegar 3,2 milljónir horft á það. Myndbandið er augljóslega í ýkjustíl, en engu að síður birtir vefurinn fyrirspurn frá áhorfanda sem spyr út í sannleiksgildið. 

„Vinsamlegast ekki gera þetta. Þetta leiðir bara til þess að íslenskar konur verða áreittar á netinu af hálfvitum,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður í ummælum undir myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ísland er kynnt með þessum hætti. Fréttir af því að útlendingar fái greidda um hálfa milljón króna á mánuði fyrir að giftast íslenskum konum, vegna mannfæðar eða skorts á karlmönnum, hafa lengi gengið í arabaheiminum og í Afríku, svo eitthvað sé nefnt. 

Þórunn Ólafsdóttir, baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda, ræddi þessi mál á Facebook-síðu sinni árið 2016.

„Allir eru að tala um Ísland. Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimmþúsund dollurum í brúðargjöf. Ástæðan er sögð vera að við þurfum fleira fólk því Ísland sé svo fámennt. Fólk tekur þessu með fyrirvara en þið getið ímyndað ykkur spurningaflóð dagsins,“ sagði Þórunn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár