Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ótrúlegur ráðherraferill Sigríðar Andersen

Fá­ir bera meiri ábyrgð en Sig­ríð­ur And­er­sen á van­traust­inu sem skap­að­ist á sviði stjórn­mála og dóm­stóla á síð­asta ári. Samt var hún aft­ur gerð að dóms­mála­ráð­herra og fær að sitja áfram þótt stað­fest sé að hún hafi brot­ið lög við skip­un lands­rétt­ar­dóm­ara. En hver er Sig­ríð­ur og hvað geng­ur henni til?

Sigríður Á. Andersen er sá stjórnmálamaður sem stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins treystir best til að gegna embætti dómsmálaráðherra á Íslandi. Þó bera fáir meiri ábyrgð en Sigríður á þeirri óvissu og því vantrausti sem skapaðist á sviði stjórnmála og dómstóla á síðasta ári, bæði þegar barnaníðingamál sprengdu ríkisstjórn og þegar í ljós kom að framið hafði verið lögbrot þegar skipaðir voru dómarar við nýtt millidómsstig.

 

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll eftir að ráðuneyti Sigríðar Andersen hafði leynt upplýsingum um uppreist æru kynferðisbrotamanna, þvert á skýr fyrirmæli upplýsingalaga eins og úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti með úrskurði sínum þann 11. september 2017. Kornið sem fyllti mælinn var þegar í ljós kom að Sigríður hafði sagt Bjarna einum frá aðkomu föður hans að uppreist æru barnaníðingsins Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

Þótt ekki séu öll kurl komin til grafar í málinu, þótt tímafrekt hafi reynst að fá upplýsingar um málið frá dómsmálaráðuneytinu og enn hafi ekki farið fram rannsókn á embættisfærslum ráðherra í samræmi við þær kröfur sem t.d. ráðgjafaráð Viðreisnar og þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu á lofti síðasta haust, fékk Sigríður að halda ráðherraembætti sínu þegar ný ríkisstjórn var mynduð undir forystu Vinstri grænna í lok nóvember. 

Lögbrot ­dómsmálaráðherra staðfest

Skömmu fyrir jól staðfesti Hæstiréttur Íslands að Sigríður Andersen hefði brotið lög síðasta sumar þegar hún vék frá mati sjálfstæðrar dómnefndar og handvaldi dómara í Landsrétt án þess að uppfylla þær kröfur sem á henni hvíla samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Fjöldi sérfræðinga hafði gagnrýnt vinnubrögð ráðherra og vísað til skýrs dómafordæmis frá 2011 sem benti sterklega til þess að verklagið væri á skjön við reglur stjórnsýsluréttar. Varnaðarorðin voru hins vegar hunsuð. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þröngvaði málinu í gegnum þingið á tveimur dögum og felldi tillögu um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnar með 31 atkvæði gegn 30. 

 

Að mati Hæstaréttar brutu bæði ráðherra og Alþingi lög og bökuðu jafnframt ríkinu bótaskyldu sem á endanum kann að hlaupa á tugum milljóna. Þótt ekki verði litið framhjá ábyrgð þeirra þriggja þingflokka sem keyrðu skipun dómaranna í gegn, þrátt fyrir augljósar vísbendingar um að lög yrðu brotin, ber Sigríður Andersen meginábyrgðina á því hvernig fór. Afleiðingin er sú að grafið var undan trúverðugleika og trausti til hins nýja millidómsstigs.

En hver er Sigríður Andersen, hvaða gildi og hvaða sjónarmið hefur hún að leiðarljósi í störfum sínum? Hvað hefur gerst á hennar stutta en skrautlega ráðherraferli?

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir
Sófakartaflan

Lóa Hjálmtýsdóttir

Skuggi og bein

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Net­flix og dýf­ir nú tánni í fant­asíu­tjörn­ina, einu sinni sem oft­ar, en rakst ekki á fjár­sjóð að þessu sinni.
Ísland séð með napolísku sjónarhorni
Valerio Gargiulo
Pistill

Valerio Gargiulo

Ís­land séð með na­polísku sjón­ar­horni

Val­er­io Gargiu­lo skrif­ar um hvernig það er að vera út­lend­ing­ur sem finnst hann vera Ís­lend­ing­ur.
Laxeldiskvótinn sem ríkið gefur í Seyðisfirði er 7 til 10 milljarða virði
FréttirLaxeldi

Lax­eldisk­vót­inn sem rík­ið gef­ur í Seyð­is­firði er 7 til 10 millj­arða virði

Ís­lenska rík­ið sel­ur ekki lax­eldisk­vóta, líkt og til dæm­is Nor­eg­ur ger­ir. Fyr­ir vik­ið fá eig­end­ur lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna gef­ins verð­mæti sem ganga svo kaup­um og söl­um á Ís­landi og í Nor­egi fyr­ir há­ar fjár­hæð­ir. Harð­ar deil­ur standa nú um fyr­ir­hug­að lax­eldi í Seyð­is­firði þar sem Jens Garð­ar Helga­son er á öðr­um vængn­um og Guð­rún Bene­dikta Svavars­dótt­ir á hinum.
„Mannkyninu stafar alltaf ógn af mannkyninu“
Viðtal

„Mann­kyn­inu staf­ar alltaf ógn af mann­kyn­inu“

Spenn­andi og já­kvæð­ar fram­far­ir eru að eiga sér stað í heimi gervi­greind­ar líkt og mállíkan­ið GPT-4, nýj­asta af­urð gervi­greind­ar­fyr­ir­tæk­is­ins OpenAI, sýn­ir, en það kann meira að segja ís­lensku. Katla Ás­geirs­dótt­ir, við­skipta­þró­un­ar­stjóri mál­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Mið­eind­ar, seg­ir það fara eft­ir því hvernig við not­um gervi­greind­ina hvort ein­hverj­um stafi ógn af henni.
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi
Kjaftæði

Bergur Ebbi

Hraði!

Berg­ur Ebbi ræð­ir um hrað­ann í sam­fé­lag­inu. Hann spyr spurn­inga um hvort sú hug­mynd að hrað­inn sé meiri í dag en í gamla daga byggi á skyn­villu.
Martröðin rættist í paradís fyrir fötluð börn
Viðtal

Mar­tröð­in rætt­ist í para­dís fyr­ir fötl­uð börn

Í Reykja­dal eru rekn­ar sum­ar­búð­ir fyr­ir fötl­uð börn, þar sem „ekk­ert er ómögu­legt og æv­in­týr­in lát­in ger­ast“. Níu ára stelpa, sem var þar síð­asta sum­ar, lýsti um tíma áhuga á að fara aft­ur, en for­eldr­ar henn­ar voru hik­andi. Það sat í þeim hvernig meint kyn­ferð­is­brot starfs­manns gagn­vart stúlk­unni var með­höndl­að síð­asta sum­ar, ekki síst hvernig lög­reglu­rann­sókn var spillt. Og nú, þeg­ar nær dreg­ur sumri, vill hún ekki leng­ur fara.
Metfjöldi inflúensugreininga frá áramótum
Fréttir

Met­fjöldi in­flú­ensu­grein­inga frá ára­mót­um

Um­gangspest­irn­ar eru enn að leika fólk grátt en skarlats­sótt­in hef­ur gef­ið eft­ir.
Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.