Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Trúin á Landspítalanum

Sjúk­ling­ar og að­stand­end­ur á Land­spít­al­an­um hafa mun greið­ari að­gang að presti en sál­fræð­ingi. Teikn­ing­ar nýs með­ferð­ar­kjarna gera ráð fyr­ir nýrri kap­ellu og ný­lega var aug­lýst eft­ir guð­fræð­ingi í fullt starf við geðsvið spít­al­ans.

Trúin á Landspítalanum

Sjúklingar og hans nánustu vandamenn eiga, lögum samkvæmt, rétt á því að njóta andlegs, félagslegs og trúarlegs stuðnings. Í lögum um réttindi sjúklinga er hins vegar hvergi minnst á sálfræðiþjónustu, eða aðra geðheilbrigðisþjónustu. 

Á Landspítalanum er því auðveldara að fá þjónustu presta en sálfræðinga. Alls starfa átta prestar og einn djákni við Landspítalann í sex og hálfu stöðugildi. Þar að auki var nýlega auglýst eftir guðfræðingi í fullt starf á geðsviði Landspítala. Í auglýsingunni stóð að starfið fæli það í sér að sinna sálgæslu og helgihaldi og starfa í samvinnu og teymum með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra. „Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum“, sagði meðal annars í starfslýsingunni. 

Í bæklingi um sálgæslu presta og djákna, sem gefinn er út af Landspítala, segir að sjúkrahúsprestar og djákni á Landspítala sinni meðal annars sálgæslu og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár