Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

„Löngu tíma­bært að Al­þingi verði við hinni sjálf­sögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­mað­ur flokks­ins.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

Þingmenn Viðreisnar ætla að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á yfirstandandi þingi. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður flokksins, upplýsti um þetta og gerði málið að umtalsefni í umræðum undir liðnum störf þingsins í dag.

„Á þessum tíma halda flestir Íslendingar hátíð ljóss og friðar í nafni kristinnar trúar sinnar. Það gera hins vegar ekki allir. Þeim fjölgar sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Sömuleiðis fjölgar þeim sem ekki vilja vera í þjóðkirkjunni,“ sagði Jón og bætti við:

„Í mínum huga er löngu tímabært að Alþingi verði við hinni sjálfsögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju. Það er rétt að um vandasamt verk er að ræða en við megum aldrei forðast verkefni bara vegna þess að þau eru krefjandi.“

Jón benti á að Ísland gæti litið til reynslu landa á borð við Svíþjóð þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju gekk í gegn í upphafi þessarar aldar, en stuðla yrði að vandvirkni og sátt allra aðila. „Við þurfum að taka skref fram á við í átt að auknu trúfrelsi og auknu jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er von mín að samstaða hv. alþingismanna fáist um þetta mikilvæga mál á sitjandi þingi. Fyrir því munu þingmenn Viðreisnar beita sér,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár