Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu

Brota­mynd eft­ir Ár­mann Jak­obs­son.

Brellna blaðakonan skrifar ævisögu
Ármann Jakobsson Brotamynd er fjórða skáldsaga Ármanns Jakobssonar, sem áður hefur skrifað skáldsögurnar Vonarstræti, Glæsir og Síðasti galdrameistarinn.

Brotamynd hefst á því að ritstjóri dagblaðs felur ungri blaðakonu það verkefni að skrifa ævisögu nýlátinnar konu. Aðalpersóna ævisögunnar er Herdís Pálsdóttir,  læknir, pólitíkus og baráttukona, vinstri kona sem giftist inn í ríkidæmi og hefur nú arfleitt ungan óskyldan bandarískan pilt af öllum sínum auðæfum, þrátt fyrir að eiga börn heima á Íslandi.

BrotamyndKannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera?

Blaðakonan einbeitir sér svo að þessu verkefni næstu vikurnar og þarf á meðan ekki að sinna neinum öðrum skyldum við blaðið – en virðist eftir sem áður vera í fullu starfi. Samt kemur aldrei neinn bókaútgefandi við sögu. Fyrir þá sem hafa starfað við íslenska fjölmiðla undanfarin misseri hljómar þetta auðvitað eins og hreinræktuð fantasía – en að öðru leyti er þó ekki hægt að segja að Brotamynd sverji sig í ætt við fantasíur, þetta er að öðru leyti frekar jarðbundin frásögn.

Og hún byrjar vel, ef maður horfir fram hjá áðurnefndum ótrúverðugleika. Lýsingin á Ásgeiri ritstjóra og vinnustaðapólitíkin sem liggur í loftinu gefur góð fyrirheit. Eins er opnunarsetning bókarinnar áhugaverð: „Þau tjá sig með peningum, sagði hann.“ Þetta hefði getað orðið verðugt leiðarstef, en þótt ritstjórinn eigi eftir að endurtaka þetta síðar þá týnist þessi pæling án þess að unnið sé almennilega úr henni. Þessi örlög bíða margra annarra forvitnilegra pælinga bókarinnar.

Blaðakonan fer svo á stúfana og hefur uppi á fólki sem þekkti Herdísi mismikið – fæstir vel, enda virðist hún um margt hafa verið frekar dul. Margar þessar aukapersónur eru um margt forvitnilegar útaf fyrir sig, sérstaklega var erfinginn ungi skemmtilegur karakter sem og einn arflaus sonur Herdísar, sem er það óviðfelldin persóna að það kveikir forvitnilegar pælingar um hvernig sé að eiga börn sem maður hatar. En það sem allt þetta fólk segir um Herdísi verður fljótlega endurtekningasamt, skilningur manns á þessari forvitnilegu konu dýpkar sáralítið eftir því sem líður á bókina.

„Kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans?“

Þetta skáldsagnaform, að raða saman lífi látinnar manneskju eftir á, getur verið heillandi og ég get til dæmis mælt heilshugar með Lofsteini (Meteor), skáldsögu tékkneska höfundarins Karel Čapeks, þar sem óþekktur maður liggur í dái á spítala og ýmsir starfsmenn og fastagestir spítalans reyna að geta sér til um lífshlaup hans – og þótt maður viti lítið um sannleiksgildið verður til heillandi vefnaður um mögulegt líf.

En þetta gengur aldrei almennilega upp í Brotamynd. Mögulega helst vegna þess hve hin aðalpersónan, blaðakonan unga, er litlaus og ósannfærandi. Við sjáum Herdísi sem og allar hinar persónurnar með hennar augum – og til þess að taka góð mannlífsviðtöl eða rannsóknarviðtöl þarf jú fyrst og fremst þrennt; forvitni, góðan undirbúning og áhuga á fólki. Hún virðist hins vegar oftast vera frekar illa undirbúin og hafa afskaplega lítinn áhuga á fólkinu sem hún talar við, oftast er hún búin að afskrifa það með eigin fordómum áður en viðtalið er almennilega farið af stað.

Hún virðist raunar eiga erfitt með sjálfsmynd sína í starfi – kallar sjálfa sig ítrekað brellnu blaðakonuna kaldhæðnislega í huganum, eins og hún sé að horfa upp á einhverja allt aðra manneskju. Sem gæti verið forvitnilegt – en verður miklu frekar þreytandi til lengdar og stendur hreinlega í vegi fyrir að við lærum meira um bæði hana og Herdísi, enda spyr hún sjaldnast djúpra eða íhugulla spurninga né veltir fyrir sér Herdísi af neinni dýpt. Allt þetta verður til þess að bókin er frekar samansafn ansi margra góðra skissa sem þvælast fyrir hver annarri – og stendur því vissulega undir nafni sem brotamynd.

En hver veit, kannski er sagan einhvers konar ádeila á yfirborðskennda blaðamennsku nútímans? Kannski er aðalpersónan staðgengill allra þeirra vondu blaðamanna sem mættu finna sér eitthvað annað að gera? Hvað þetta annað ætti að vera skal ósagt látið – en svarið er samt alveg örugglega ekki að gerast aðalpersóna í skáldsögu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ragnhildur Helgadóttir
8
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
9
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár