Rúna, örlagasaga, er snotur bók um sveitastúlku norðan úr Húnavatnssýslu sem náði miklum árangri á heimsmælikvarða við að temja hross og keppa til glæstra sigra. Sjálfur Orri frá Þúfu, verðmætasti stóðhestur Íslands, er eitt þeirra hrossa sem Rúna, eða Guðrún Einarsdóttir, uppgötvaði.
Upphaf sögunnar er á Mosfelli fyrir norðan þar sem Rúna elst upp í faðmi stórfjölskyldunnar. Þar kynntist hún hestamennskunni sem er henni í blóð borin og hefur fært hana upp á stjörnuhimin hestamennskunnar. Það varð rökrétt framhald að ævistarf Rúnu hefur verið við tamningar og ræktun hesta. Árangur hennar hefur í gegnum tíðina verið frábær.
Lengst af bjó hún á búgarðinum Forstwald í Þýskalandi með Karly, eiginmanni sínum. En svo seig á ógæfuhliðina í hjónabandinu og hjónin skildu. Rúna hélt heim til Íslands, kalin á hjarta. Þar lenti hún í bílslysi og dimmir dagar gengu í garð. Sigmundur Ernir Rúnarsson, sá þaulreyndi rithöfundur, skráði sögu Rúnu. Bókin er …
Athugasemdir