Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Kol­efn­is­hlut­laust Ís­land, stofn­un mið­há­lend­is­þjóð­garðs og metn­að­ar­full lög­gjöf um rétt­indi in­ter­sex fólks. Þetta er á með­al þess sem fjall­að er um í mál­efna­samn­ingi Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins ætlar að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara upp í 100 þúsund krónur á mánuði strax á komandi fjárlagaári samkvæmt þeim málefnasamningi sem hefur verið til umfjöllunar hjá flokksstofnunum í dag. 

Fundur flokksráðs Vinstri grænna stendur enn yfir, en þar hefur komið fram hörð gagnrýni á fyrirhugað stjórnarsamstarf, meðal annars frá tveimur þingmönnum flokksins, þeim Andrési Inga Jónssyni og Rósu Björk Brynjólfsdóttur. 

Samkvæmt málefnasamningnum, sem kynntur hefur verið þingmönnum og trúnaðarmönnum flokkanna þriggja, stendur m.a. til að fella niður virðisaukaskatt á bækur, stofna miðhálendisþjóðgarð og hrinda í framkvæmd stefnu Vinstri grænna um kolefnishlutlaust Ísland. Stundin hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.

Í málefnasamningnum er því einnig lýst yfir að Ísland muni skipa sér í fremstu röð í baráttu gegn skattsvikum. Þá verður lögð áhersla á græna skatta, svo sem hækkun kolefnisgjalds. 

Fram kemur að skattaumhverfi tónlistar, fjölmiðla og íslensks ritmáls verði tekið til endurskoðunar og að ráðist verði í gerð hagvísa fyrir listir, menningu og skapandi greinar. Þá vill ríkisstjórnin að Ísland skipi sér í fremstu röð í málefnum hinseginfólks og að samin verði metnaðarfull löggjöf um kynrænt sjálfræði, þ.e. rétt einstaklinga til að fá sjálfir að ákveða kyn sitt og að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, í takt við ný tilmæli Evrópuráðsins um mannréttindi intersex fólks. 

Andrés Ingi Jónsson benti á það í ræðu sinni fyrr í kvöld að margt af því sem hljómar vel í málefnasamningnum hefði einnig komið fram í málefnasamningi fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, t.d. fyrirheit um vernd miðhálendisins, hertar aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukna aðstoð við flóttamenn. „Þessi ágætu atriði eru öll úr stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá því í byrjun þessa árs. Af hverju eiga þau að vera trúverðugari í dag en þau voru fyrir tæpu ári?“ sagði Andrés í ræðu sinni. 

Fram kemur í málefnasamningnum að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður um tvö prósent og skattstofninn endurskoðaður. Þá verður skatthlutfall neðra þreps tekjuskattkerfisins lækkað en ekki er tilgreint hve mikið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár