Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna

Ný stjórn Press­unn­ar send­ir frá sér yf­ir­lýs­ingu um mis­un­un kröfu­hafa og vafa­söm við­skipti með DV og fleiri miðla, af hálfu Björns Inga Hrafns­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns. Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son lög­mað­ur er skráð­ur eig­andi, en ekki kem­ur fram hver fjár­magn­aði kaup­in.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna
Björn Ingi Hrafnsson Fráfaradi stjórnarformaður reiddi fram 80 milljóna króna kröfu á Pressuna og voru miðlar félagsins, þar á meðal DV, selt út á yfirtöku á kröfu hans. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Ný stjórn fjölmiðlafélagsins Pressunar, sem átti og rak fjölmiðlana DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt.is og fjölda héraðsfréttablaða, hefur sent frá sér yfirlýsingu um viðskipti fyrrverandi stjórnarformannsins, Björns Inga Hrafnssonar, þar sem hann er meðal annars sakaður um hótanir, mismunun kröfuhafa og að hafa misfarið með fé.

Samkvæmt yfirlýsingunni þykir nýjum eigendum sem viðskiptin séu vafasöm og að hugsanleg lögbrot verði send til héraðssaksóknara til rannsóknar.

Fram hefur komið að eignirnar í félaginu voru seldar út úr félaginu, yfir í félagið Frjálsa fjölmiðlun ehf, sem Sigurður G. Guðjónsson er skráður fyrir. Ný stjórn hefur komist að raun um að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður var lykillinn að þeim viðskiptum, með þeim hætti að hann gerði 80 milljóna króna kröfu á félagið og seldi eignir þess með yfirtöku á þeirri kröfu. Ekki kemur fram hvers vegna Björn Ingi átti 80 milljóna króna kröfu á félagið.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður, hafi haft í hótunum við forsvarsmenn Dalsins, eigenda Pressunnar og fyrrverandi viðskiptafélaga hans.

"Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila," segir í yfirlýsingunni. 

Yfirlýsingin í heild sinni:

Undanfarnar vikur hefur stærsti hluthafi Pressunar, Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., ítrekað óskað eftir hluthafafundi í Pressunni sem loks var haldinn með aðstoð ráðherra í dag. Á dagskrá fundarins var umræða um kaupsamning Pressunar við Frjálsa Fjölmiðlun, ráðstöfun kaupverðs til kröfuhafa og kosning stjórnar.

Nýir stjórnarmenn í Pressunni eru þeir Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson.

Pressan getur ekki staðið undir skuldbindingum

Stjórn Pressunar hefur nú undir höndum gögn sem sýna umtalsverðar skuldir við opinbera aðila, lífeyrissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn Pressunar hefur ekki getað upplýst eigendur og nýja stjórnarmenn félagsins um hvernig félaginu verði gert kleift að standa við sínar skuldbindingar.

Skuldir Pressunar og tengdra félaga við Tollstjóra vegna opinberra gjalda nema um 150 milljónum króna auk umtalsverða vanskila annarra kröfuhafa.

Mismunun kröfuhafa

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru nánast allar eignir Pressunnar ehf. og DV ehf. seldar til Frjálsrar Fjölmiðlunar ehf. þann 5. september síðastliðinn. Ný stjórn félagsins hefur þá kaupsamninga undir höndum þar sem meðal annars kemur fram að kaupverð er greitt með yfirtöku á kröfu fráfarandi stjórnarformanns á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi Hrafnsson er í persónulegum ábyrgðum. Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög. 

Hlutverk nýrrar stjórnar

Fyrstu störf nýrrar stjórnar verða að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins og taka í framhaldi af því ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verður sérstaklega hvort framkvæmdastjóri hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. 

Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. er eigandi að 68,27% hlut í Pressunni og hefur lagt umtalsverða fjármuni til reksturs Pressunar og tengdra félaga. Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila. Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því að halda hluthafafundi þrátt fyrir ósk stærsta hluthafa þannig að leita þurfti til ráðherra til að þvinga boðun fundarins. Þetta gefur til kynna að fyrrum stjórnarmönnum og stjórnendum Pressunnar sé umhugað um að eigendur félagsins og opinberir aðilar komist ekki yfir fjárhagslegar upplýsingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár