Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna

Ný stjórn Press­unn­ar send­ir frá sér yf­ir­lýs­ingu um mis­un­un kröfu­hafa og vafa­söm við­skipti með DV og fleiri miðla, af hálfu Björns Inga Hrafns­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns. Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son lög­mað­ur er skráð­ur eig­andi, en ekki kem­ur fram hver fjár­magn­aði kaup­in.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna
Björn Ingi Hrafnsson Fráfaradi stjórnarformaður reiddi fram 80 milljóna króna kröfu á Pressuna og voru miðlar félagsins, þar á meðal DV, selt út á yfirtöku á kröfu hans. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Ný stjórn fjölmiðlafélagsins Pressunar, sem átti og rak fjölmiðlana DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt.is og fjölda héraðsfréttablaða, hefur sent frá sér yfirlýsingu um viðskipti fyrrverandi stjórnarformannsins, Björns Inga Hrafnssonar, þar sem hann er meðal annars sakaður um hótanir, mismunun kröfuhafa og að hafa misfarið með fé.

Samkvæmt yfirlýsingunni þykir nýjum eigendum sem viðskiptin séu vafasöm og að hugsanleg lögbrot verði send til héraðssaksóknara til rannsóknar.

Fram hefur komið að eignirnar í félaginu voru seldar út úr félaginu, yfir í félagið Frjálsa fjölmiðlun ehf, sem Sigurður G. Guðjónsson er skráður fyrir. Ný stjórn hefur komist að raun um að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður var lykillinn að þeim viðskiptum, með þeim hætti að hann gerði 80 milljóna króna kröfu á félagið og seldi eignir þess með yfirtöku á þeirri kröfu. Ekki kemur fram hvers vegna Björn Ingi átti 80 milljóna króna kröfu á félagið.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður, hafi haft í hótunum við forsvarsmenn Dalsins, eigenda Pressunnar og fyrrverandi viðskiptafélaga hans.

"Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila," segir í yfirlýsingunni. 

Yfirlýsingin í heild sinni:

Undanfarnar vikur hefur stærsti hluthafi Pressunar, Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., ítrekað óskað eftir hluthafafundi í Pressunni sem loks var haldinn með aðstoð ráðherra í dag. Á dagskrá fundarins var umræða um kaupsamning Pressunar við Frjálsa Fjölmiðlun, ráðstöfun kaupverðs til kröfuhafa og kosning stjórnar.

Nýir stjórnarmenn í Pressunni eru þeir Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson.

Pressan getur ekki staðið undir skuldbindingum

Stjórn Pressunar hefur nú undir höndum gögn sem sýna umtalsverðar skuldir við opinbera aðila, lífeyrissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn Pressunar hefur ekki getað upplýst eigendur og nýja stjórnarmenn félagsins um hvernig félaginu verði gert kleift að standa við sínar skuldbindingar.

Skuldir Pressunar og tengdra félaga við Tollstjóra vegna opinberra gjalda nema um 150 milljónum króna auk umtalsverða vanskila annarra kröfuhafa.

Mismunun kröfuhafa

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru nánast allar eignir Pressunnar ehf. og DV ehf. seldar til Frjálsrar Fjölmiðlunar ehf. þann 5. september síðastliðinn. Ný stjórn félagsins hefur þá kaupsamninga undir höndum þar sem meðal annars kemur fram að kaupverð er greitt með yfirtöku á kröfu fráfarandi stjórnarformanns á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi Hrafnsson er í persónulegum ábyrgðum. Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög. 

Hlutverk nýrrar stjórnar

Fyrstu störf nýrrar stjórnar verða að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins og taka í framhaldi af því ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verður sérstaklega hvort framkvæmdastjóri hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. 

Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. er eigandi að 68,27% hlut í Pressunni og hefur lagt umtalsverða fjármuni til reksturs Pressunar og tengdra félaga. Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila. Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því að halda hluthafafundi þrátt fyrir ósk stærsta hluthafa þannig að leita þurfti til ráðherra til að þvinga boðun fundarins. Þetta gefur til kynna að fyrrum stjórnarmönnum og stjórnendum Pressunnar sé umhugað um að eigendur félagsins og opinberir aðilar komist ekki yfir fjárhagslegar upplýsingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár