Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna

Ný stjórn Press­unn­ar send­ir frá sér yf­ir­lýs­ingu um mis­un­un kröfu­hafa og vafa­söm við­skipti með DV og fleiri miðla, af hálfu Björns Inga Hrafns­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns. Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son lög­mað­ur er skráð­ur eig­andi, en ekki kem­ur fram hver fjár­magn­aði kaup­in.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna
Björn Ingi Hrafnsson Fráfaradi stjórnarformaður reiddi fram 80 milljóna króna kröfu á Pressuna og voru miðlar félagsins, þar á meðal DV, selt út á yfirtöku á kröfu hans. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Ný stjórn fjölmiðlafélagsins Pressunar, sem átti og rak fjölmiðlana DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt.is og fjölda héraðsfréttablaða, hefur sent frá sér yfirlýsingu um viðskipti fyrrverandi stjórnarformannsins, Björns Inga Hrafnssonar, þar sem hann er meðal annars sakaður um hótanir, mismunun kröfuhafa og að hafa misfarið með fé.

Samkvæmt yfirlýsingunni þykir nýjum eigendum sem viðskiptin séu vafasöm og að hugsanleg lögbrot verði send til héraðssaksóknara til rannsóknar.

Fram hefur komið að eignirnar í félaginu voru seldar út úr félaginu, yfir í félagið Frjálsa fjölmiðlun ehf, sem Sigurður G. Guðjónsson er skráður fyrir. Ný stjórn hefur komist að raun um að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður var lykillinn að þeim viðskiptum, með þeim hætti að hann gerði 80 milljóna króna kröfu á félagið og seldi eignir þess með yfirtöku á þeirri kröfu. Ekki kemur fram hvers vegna Björn Ingi átti 80 milljóna króna kröfu á félagið.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður, hafi haft í hótunum við forsvarsmenn Dalsins, eigenda Pressunnar og fyrrverandi viðskiptafélaga hans.

"Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila," segir í yfirlýsingunni. 

Yfirlýsingin í heild sinni:

Undanfarnar vikur hefur stærsti hluthafi Pressunar, Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., ítrekað óskað eftir hluthafafundi í Pressunni sem loks var haldinn með aðstoð ráðherra í dag. Á dagskrá fundarins var umræða um kaupsamning Pressunar við Frjálsa Fjölmiðlun, ráðstöfun kaupverðs til kröfuhafa og kosning stjórnar.

Nýir stjórnarmenn í Pressunni eru þeir Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson.

Pressan getur ekki staðið undir skuldbindingum

Stjórn Pressunar hefur nú undir höndum gögn sem sýna umtalsverðar skuldir við opinbera aðila, lífeyrissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn Pressunar hefur ekki getað upplýst eigendur og nýja stjórnarmenn félagsins um hvernig félaginu verði gert kleift að standa við sínar skuldbindingar.

Skuldir Pressunar og tengdra félaga við Tollstjóra vegna opinberra gjalda nema um 150 milljónum króna auk umtalsverða vanskila annarra kröfuhafa.

Mismunun kröfuhafa

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru nánast allar eignir Pressunnar ehf. og DV ehf. seldar til Frjálsrar Fjölmiðlunar ehf. þann 5. september síðastliðinn. Ný stjórn félagsins hefur þá kaupsamninga undir höndum þar sem meðal annars kemur fram að kaupverð er greitt með yfirtöku á kröfu fráfarandi stjórnarformanns á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi Hrafnsson er í persónulegum ábyrgðum. Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög. 

Hlutverk nýrrar stjórnar

Fyrstu störf nýrrar stjórnar verða að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins og taka í framhaldi af því ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verður sérstaklega hvort framkvæmdastjóri hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. 

Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. er eigandi að 68,27% hlut í Pressunni og hefur lagt umtalsverða fjármuni til reksturs Pressunar og tengdra félaga. Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila. Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því að halda hluthafafundi þrátt fyrir ósk stærsta hluthafa þannig að leita þurfti til ráðherra til að þvinga boðun fundarins. Þetta gefur til kynna að fyrrum stjórnarmönnum og stjórnendum Pressunnar sé umhugað um að eigendur félagsins og opinberir aðilar komist ekki yfir fjárhagslegar upplýsingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár