Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna

Ný stjórn Press­unn­ar send­ir frá sér yf­ir­lýs­ingu um mis­un­un kröfu­hafa og vafa­söm við­skipti með DV og fleiri miðla, af hálfu Björns Inga Hrafns­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns. Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son lög­mað­ur er skráð­ur eig­andi, en ekki kem­ur fram hver fjár­magn­aði kaup­in.

Íhuga að leita til saksóknara vegna viðskipta Björns Inga með DV og Pressuna
Björn Ingi Hrafnsson Fráfaradi stjórnarformaður reiddi fram 80 milljóna króna kröfu á Pressuna og voru miðlar félagsins, þar á meðal DV, selt út á yfirtöku á kröfu hans. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Ný stjórn fjölmiðlafélagsins Pressunar, sem átti og rak fjölmiðlana DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt.is og fjölda héraðsfréttablaða, hefur sent frá sér yfirlýsingu um viðskipti fyrrverandi stjórnarformannsins, Björns Inga Hrafnssonar, þar sem hann er meðal annars sakaður um hótanir, mismunun kröfuhafa og að hafa misfarið með fé.

Samkvæmt yfirlýsingunni þykir nýjum eigendum sem viðskiptin séu vafasöm og að hugsanleg lögbrot verði send til héraðssaksóknara til rannsóknar.

Fram hefur komið að eignirnar í félaginu voru seldar út úr félaginu, yfir í félagið Frjálsa fjölmiðlun ehf, sem Sigurður G. Guðjónsson er skráður fyrir. Ný stjórn hefur komist að raun um að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður var lykillinn að þeim viðskiptum, með þeim hætti að hann gerði 80 milljóna króna kröfu á félagið og seldi eignir þess með yfirtöku á þeirri kröfu. Ekki kemur fram hvers vegna Björn Ingi átti 80 milljóna króna kröfu á félagið.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður, hafi haft í hótunum við forsvarsmenn Dalsins, eigenda Pressunnar og fyrrverandi viðskiptafélaga hans.

"Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila," segir í yfirlýsingunni. 

Yfirlýsingin í heild sinni:

Undanfarnar vikur hefur stærsti hluthafi Pressunar, Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., ítrekað óskað eftir hluthafafundi í Pressunni sem loks var haldinn með aðstoð ráðherra í dag. Á dagskrá fundarins var umræða um kaupsamning Pressunar við Frjálsa Fjölmiðlun, ráðstöfun kaupverðs til kröfuhafa og kosning stjórnar.

Nýir stjórnarmenn í Pressunni eru þeir Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson.

Pressan getur ekki staðið undir skuldbindingum

Stjórn Pressunar hefur nú undir höndum gögn sem sýna umtalsverðar skuldir við opinbera aðila, lífeyrissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn Pressunar hefur ekki getað upplýst eigendur og nýja stjórnarmenn félagsins um hvernig félaginu verði gert kleift að standa við sínar skuldbindingar.

Skuldir Pressunar og tengdra félaga við Tollstjóra vegna opinberra gjalda nema um 150 milljónum króna auk umtalsverða vanskila annarra kröfuhafa.

Mismunun kröfuhafa

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru nánast allar eignir Pressunnar ehf. og DV ehf. seldar til Frjálsrar Fjölmiðlunar ehf. þann 5. september síðastliðinn. Ný stjórn félagsins hefur þá kaupsamninga undir höndum þar sem meðal annars kemur fram að kaupverð er greitt með yfirtöku á kröfu fráfarandi stjórnarformanns á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi Hrafnsson er í persónulegum ábyrgðum. Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög. 

Hlutverk nýrrar stjórnar

Fyrstu störf nýrrar stjórnar verða að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins og taka í framhaldi af því ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verður sérstaklega hvort framkvæmdastjóri hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. 

Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. er eigandi að 68,27% hlut í Pressunni og hefur lagt umtalsverða fjármuni til reksturs Pressunar og tengdra félaga. Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila. Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því að halda hluthafafundi þrátt fyrir ósk stærsta hluthafa þannig að leita þurfti til ráðherra til að þvinga boðun fundarins. Þetta gefur til kynna að fyrrum stjórnarmönnum og stjórnendum Pressunnar sé umhugað um að eigendur félagsins og opinberir aðilar komist ekki yfir fjárhagslegar upplýsingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár