Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stefna á gjaldtöku vegna nagladekkja

Áætl­un um loft­gæði á Ís­landi ger­ir ráð fyr­ir að svifryks­meng­un fari aldrei yf­ir heilsu­fars­mörk af völd­um um­ferð­ar ár­ið 2029.

Stefna á gjaldtöku vegna nagladekkja
Ætla að minnka svifryksmengun Aðgerðir stjórnvalda miða meðal annars að því að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk. Mynd: Heiða Helgadóttir

Áætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um loftgæði á Íslandi 2018 til 2029 gerir meðal annars ráð fyrir að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni að fumvarpi þar sem kveðið verði á um auknar álögur á notkun dísilvéla fyrir árslok 2022 í því skyni að draga úr notkun dísilvéla. Einnig vinni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum þar sem kveðið verði á um gjaldtöku fyrir árslok 2022 vegna nagladekkja með það að markmiði að draga úr notkun þeirra. Þessar aðgerðir eiga að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar. 

Í áætluninni, sem var gefin út 22. nóvember síðastliðinn, eru skilgreind þrjú undirmarkmið; að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 (árið 2013) í færri en fimm fyrir 2029, að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2029 og að ársmeðaltal brennisteinsvetnis verði áfram undir skilgreindum mörkum. 

Heildarkostnaður Umhverfisstofnunar vegna loftgæðaáætlunar til ársins 2029 er áætlaður tæpar 729 milljónir króna og þar af eru tæpar 439 milljónir fjármagnaðar og þegar gert ráð fyrir í gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2018–2022. Ófjármagnaður kostnaður ríkissjóðs vegna áætlunarinnar, sem ekki er gert ráð fyrir í fjármálaáætlun, er áætlaður um 290 milljónir króna. Sá kostnaður er einkum vegna innleiðinga Evrópugerða á grundvelli skuldbindinga EES-samningsins, eins og segir í áætluninni. 

Eins og Stundin fjallaði um í vor er loftmengun af svifryki í Reykjavík á pari við margar milljónaborgir í kringum okkur. Þá fer mengun vegna bílaumferðar vaxandi í miðborginni samhliða fjölgun ferðamanna. 

Samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir á umhverfis- og auðlindaráðherra að gefa út almenna áætlun um loftgæði til tólf ára í senn. Í áætluninni eiga að koma fram upplýsingar um loftgæði, mælanleg markmið, stefnumörkun til að bæta loftgæði og aðgerða- og tímaáætlun. Ákvæðið var lögbundið árið 2013, en áætlunin tafðist vegna manneklu og álags hjá sérfræðingum Umhverfisstofnunar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár