Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

Móð­ur tókst að missa börn sín, heim­ili, bíl og al­eigu eft­ir að ánetj­ast morfíni og rítalíni. Ann­ar mað­ur hef­ur spraut­að sig nán­ast dag­lega í tutt­ugu ár, og kall­ar fíkn­ina þræl­dóm.

Kristín er á fertugsaldri, móðir sem missti börnin sín eftir að hún ánetjaðist fíkniefnum. Þrettán ár eru síðan hún greindist með endómetríósu og taugasjúkdóm og fékk í kjölfarið morfín til að takast á við verkina. Til að byrja með notaði hún lyfið aðeins til að verkjastilla sig og komast í gegnum daginn, en með tímanum þróaðist það út í dagneyslu og hún fór að kaupa lyfið dýru verði á götunni.

„Ég var alltaf með milljón hugsanir, það var allt á fleygiferð í höfðinu á mér og ég náði ekki að hafa stjórn á hugsunum mínum. Ég var alltaf svo hrædd við að fólki myndi ekki líka vel við mig. Mér leið aldrei vel í eigin skinni.“ Svona lýsir Kristín þeim röddum sem áfengi og síðar morfín hjálpuðu henni að þagga niður í. 

Fall hennar var harkalegt, en hún missti forræði á börnum sínum, heimili sitt og allar eigur á aðeins …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár