Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tapaði meiðyrðamáli og gert að greiða 800 þúsund krónur

Hauk­ur S. Magnús­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Grapevine, stefndi blaða­manni Stund­ar­inn­ar vegna frétt­ar þar sem til­efni brott­hvarfs hans úr rit­stjóra­stóli var árétt­að.

Tapaði meiðyrðamáli og gert að greiða 800 þúsund krónur
Haukur Magnússon Ritstjóri Grapevine sagði í síðasta leiðara að honum hefði „loksins tekist að segja upp“. Sannleikurinn var sá að honum hafði verið gert að láta af störfum eftir að þrír kvenkyns lærlingar kvörtuðu undan honum. Í kjölfar fréttar þess efnis krafðist Haukur tveggja milljóna króna frá blaðamanni Stundarinnar. Mynd:

Haukur S. Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Reykjavik Grapevine, þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað, eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn blaðamanni Stundarinnar. Dómur í máli Hauks gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur blaðamanni féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Forsaga málsins er sú að Haukur skrifaði leiðara í Reykjavík Grapevine, þar sem hann gaf til kynna að hann léti af starfi ritstjóra að eigin frumkvæði. Sannleikurinn var hins vegar sá að Hauki hafði verið gert að hætta eftir að þrír lærlingar, sem störfuðu undir Hauki, sendu bréf á útgáfufélagið og kvörtuðu undan áreitni af hans hálfu.

Stundin birti frétt þess efnis í febrúar 2016 og brást Haukur við með því að senda kröfu á blaðamann Stundarinnar, í gegnum lögmann sinn, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, þar sem farið var fram á að Áslaug Karen greiddi honum tvær milljónir króna. Tæpu ári síðar barst stefna á grundvelli þess að umfjöllunin væri ólögmæt og flokkaðist undir brot gegn hegningarlögum.

Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að fylgt hafi verið eðlilegu verklagi í fréttamennsku við vinnslu fréttarinnar.

Áslaug Karen var sýknuð af kröfum Hauks og var Hauki gert að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.

„Ekki liggur annað fyrir en að stefnda hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við vinnslu fréttarinnar. Hún ræddi við tvo heimildarmenn og hafði undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine. Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnda,“ segir í dómsúrskurðinum.

Í dómnum segir einnig að ummælin, sem stefnt var fyrir, hafi komið fram í umfjöllun þar sem því var haldið fram að yfirmaður hafi þurft að víkja úr starfi eftir að þrír undirmenn hans höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni. „Sú umfjöllun tengist almennri þjóðfélagsumræðu, sem hefur verið áberandi síðustu ár, um þá erfiðleika sem þolendur kynferðisofbeldis geta af ýmsum ástæðum átt með að stíga fram og tilkynna brotið. Umfjöllunin, þar á meðal lýsing á efni þeirra ásakana sem undirmennirnir báru á stefnanda, var því liður í þjóðfélagslegri umræðu og átti erindi til almennings.“

Fyrirvari vegna hagsmuna: Í fréttinni fjallar Stundin um sér tengdan aðila, blaðamann Stundarinnar, og dómsmál sem varðar Stundina beint.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár