Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tapaði meiðyrðamáli og gert að greiða 800 þúsund krónur

Hauk­ur S. Magnús­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Grapevine, stefndi blaða­manni Stund­ar­inn­ar vegna frétt­ar þar sem til­efni brott­hvarfs hans úr rit­stjóra­stóli var árétt­að.

Tapaði meiðyrðamáli og gert að greiða 800 þúsund krónur
Haukur Magnússon Ritstjóri Grapevine sagði í síðasta leiðara að honum hefði „loksins tekist að segja upp“. Sannleikurinn var sá að honum hafði verið gert að láta af störfum eftir að þrír kvenkyns lærlingar kvörtuðu undan honum. Í kjölfar fréttar þess efnis krafðist Haukur tveggja milljóna króna frá blaðamanni Stundarinnar. Mynd:

Haukur S. Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Reykjavik Grapevine, þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað, eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn blaðamanni Stundarinnar. Dómur í máli Hauks gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur blaðamanni féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Forsaga málsins er sú að Haukur skrifaði leiðara í Reykjavík Grapevine, þar sem hann gaf til kynna að hann léti af starfi ritstjóra að eigin frumkvæði. Sannleikurinn var hins vegar sá að Hauki hafði verið gert að hætta eftir að þrír lærlingar, sem störfuðu undir Hauki, sendu bréf á útgáfufélagið og kvörtuðu undan áreitni af hans hálfu.

Stundin birti frétt þess efnis í febrúar 2016 og brást Haukur við með því að senda kröfu á blaðamann Stundarinnar, í gegnum lögmann sinn, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, þar sem farið var fram á að Áslaug Karen greiddi honum tvær milljónir króna. Tæpu ári síðar barst stefna á grundvelli þess að umfjöllunin væri ólögmæt og flokkaðist undir brot gegn hegningarlögum.

Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að fylgt hafi verið eðlilegu verklagi í fréttamennsku við vinnslu fréttarinnar.

Áslaug Karen var sýknuð af kröfum Hauks og var Hauki gert að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.

„Ekki liggur annað fyrir en að stefnda hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við vinnslu fréttarinnar. Hún ræddi við tvo heimildarmenn og hafði undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine. Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnda,“ segir í dómsúrskurðinum.

Í dómnum segir einnig að ummælin, sem stefnt var fyrir, hafi komið fram í umfjöllun þar sem því var haldið fram að yfirmaður hafi þurft að víkja úr starfi eftir að þrír undirmenn hans höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni. „Sú umfjöllun tengist almennri þjóðfélagsumræðu, sem hefur verið áberandi síðustu ár, um þá erfiðleika sem þolendur kynferðisofbeldis geta af ýmsum ástæðum átt með að stíga fram og tilkynna brotið. Umfjöllunin, þar á meðal lýsing á efni þeirra ásakana sem undirmennirnir báru á stefnanda, var því liður í þjóðfélagslegri umræðu og átti erindi til almennings.“

Fyrirvari vegna hagsmuna: Í fréttinni fjallar Stundin um sér tengdan aðila, blaðamann Stundarinnar, og dómsmál sem varðar Stundina beint.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár