Haukur S. Magnússon, fyrrverandi ritstjóri The Reykjavík Grapevine, lét af störfum fyrr í mánuðinum en þá höfðu þrjár konur sakað hann um kynferðislega áreitni. Konurnar, sem samkvæmt heimildum Stundarinnar eru allar fyrrverandi starfsmenn tímaritsins, sendu eigendum Grapevine bréf þar sem þær segja Hauk meðal annars hafa áreitt þær kynferðislega.
Jón Trausti Sigurðarson, starfandi ritstjóri og einn eigenda blaðsins, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstaka starfsmanna en staðfesti hins vegar í samtali við Stundina að Haukur starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu.
Stundin hafði samband við Hauk og bar undir hann efnisatriði bréfanna. „Ég vísa þessum ásökunum öllum eindregið á bug, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði hann, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um starfslok sín hjá Grapevine.
Athugasemdir