Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ritstjóri Grapevine hættir eftir bréf kvenkyns lærlinga til útgefanda

Þrír fyrr­ver­andi lær­ling­ar hjá fríblað­inu Reykja­vík Grapevine sendu út­gef­anda blaðs­ins bréf þar sem þeir sögðu rit­stjór­ann hafa áreitt þær kyn­ferð­is­lega. Hann hef­ur nú lát­ið af störf­um.

Ritstjóri Grapevine hættir eftir bréf kvenkyns lærlinga til útgefanda

Haukur S. Magnússon, fyrrverandi ritstjóri The Reykjavík Grapevine, lét af störfum fyrr í mánuðinum en þá höfðu þrjár konur sakað hann um kynferðislega áreitni. Konurnar, sem samkvæmt heimildum Stundarinnar eru allar fyrrverandi starfsmenn tímaritsins, sendu eigendum Grapevine bréf þar sem þær segja Hauk meðal annars hafa áreitt þær kynferðislega. 

Jón Trausti Sigurðarson, starfandi ritstjóri og einn eigenda blaðsins, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstaka starfsmanna en staðfesti hins vegar í samtali við Stundina að Haukur starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. 

Stundin hafði samband við Hauk og bar undir hann efnisatriði bréfanna. „Ég vísa þessum ásökunum öllum eindregið á bug, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði hann, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um starfslok sín hjá Grapevine.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár