Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ritstjóri Grapevine hættir eftir bréf kvenkyns lærlinga til útgefanda

Þrír fyrr­ver­andi lær­ling­ar hjá fríblað­inu Reykja­vík Grapevine sendu út­gef­anda blaðs­ins bréf þar sem þeir sögðu rit­stjór­ann hafa áreitt þær kyn­ferð­is­lega. Hann hef­ur nú lát­ið af störf­um.

Ritstjóri Grapevine hættir eftir bréf kvenkyns lærlinga til útgefanda

Haukur S. Magnússon, fyrrverandi ritstjóri The Reykjavík Grapevine, lét af störfum fyrr í mánuðinum en þá höfðu þrjár konur sakað hann um kynferðislega áreitni. Konurnar, sem samkvæmt heimildum Stundarinnar eru allar fyrrverandi starfsmenn tímaritsins, sendu eigendum Grapevine bréf þar sem þær segja Hauk meðal annars hafa áreitt þær kynferðislega. 

Jón Trausti Sigurðarson, starfandi ritstjóri og einn eigenda blaðsins, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstaka starfsmanna en staðfesti hins vegar í samtali við Stundina að Haukur starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. 

Stundin hafði samband við Hauk og bar undir hann efnisatriði bréfanna. „Ég vísa þessum ásökunum öllum eindregið á bug, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði hann, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um starfslok sín hjá Grapevine.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu