Talsvert ójafnvægi ríkir milli útgjaldaloforða stjórnmálaflokka og þeirrar tekjuöflunar sem þeir lýsa sig reiðubúna til að ráðast í. Stundin rýndi í kosningaloforð þeirra níu stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum og fékk fjóra sérfræðinga til þess að meta loforðin út frá því hvort raunhæft og skynsamlegt væri að hrinda þeim í framkvæmd.
Flestir flokkarnir lofa stórauknum útgjöldum til uppbyggingar innviða í íslensku samfélagi, en hugmyndir þeirra um öflun tekna eru óljósar. Athygli vekur að enginn flokkur boðar beinlínis hærri skatta á almenning; þvert á móti er talað um að lækka álögur á landsmenn en um leið að stórauka fjárútlát hins opinbera til ýmissa málaflokka.
Sjálfstæðisflokkurinn kallar eftir því á vefsíðu sinni að bankarnir greiði ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Í stað þess að leggja áherslu á að þessir fjármunir verði nýttir til að greiða niður skuldir hins opinbera, eins og …
Athugasemdir