„Ég var hrædd um að hann myndi sparka mér út og ég myndi ekki hafa neinn stað til að fara á og enga vini eða ættingja til að leita til,“ segir hin 36 ára Sara Qujakitsoq. Á tímabilinu 18. maí til 21. júlí á þessu ári vann hún á Hnjót Guesthouse, gistiheimili á Vestfjörðum. Hún vann frá morgni til nætur, en fékk aðeins 270.305 krónur útborgaðar fyrir vinnuna á tímabilinu. Eigandi Hnjóts segir að ekkert óeðlilegt hafi farið fram, að Sara hafi ekki verið með neina vinnuskyldu og hafi getað ráðstafað tíma sínum sjálf.
Sara er frá Qaanaaq, á Norður-Grænlandi, en flutti til Nuuk árið 2013 í leit að tækifærum. Þegar hún heyrði að vinur sinn hafi afþakkað sumarstarf hjá íslenskum bónda sem væri mikill Grænlandsvinur hafði hún samband við hann. Bóndinn heitir Kristinn Þór Egilsson og rekur meðal annars Hnjót Guesthouse. Þegar hún heyrði frá öðrum kunningja sem hafði …
Athugasemdir