Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ummæli forsætisráðherra ekki í samræmi við mat Útlendingastofnunar

„Það hef­ur aldrei ver­ið lát­ið standa á fjár­veit­ing­um til Út­lend­inga­stofn­un­ar eða kær­u­nefnd­ar­inn­ar til að ýta und­ir sem skjót­asta máls­með­ferð,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í um­ræð­um um út­lend­inga­lög­gjöf­ina. Raun­in er sú að Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ekki feng­ið þá fjár­muni og þann mannafla sem stofn­un­in hef­ur kall­að eft­ir til að geta hrað­að máls­með­ferð og hald­ið í við fjölg­un hæl­is­um­sókna.

Ummæli forsætisráðherra ekki í samræmi við mat Útlendingastofnunar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fullyrti í umræðum um breytingar á útlendingalöggjöfinni fyrr í vikunni að á undanförnum árum hefði aldrei staðið á fjárveitingum til Útlendingastofnunar til að ýta undir sem skjótasta málsmeðferð hælisumsókna. 

„Það hefur aldrei staðið á því. Það væri kannski einhver innstæða fyrir orðum háttvirts þingmanns ef ríkisstjórnin hefði haldið þannig á málum að fjárveitingar til þessara mikilvægu stofnana væru stöðvaðar. Við höfum aldrei farið þá leið,“ sagði Bjarni í andsvari við ræðu Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna. 

Kolbeinn Óttarrsson Proppéþingmaður Vinstri grænna

Kolbeinn hafði þá sett orð forsætisráðherra um mikilvægi þess að hraða málsmeðferð hælisumsókna í samhengi við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

„Það er athyglisvert að heyra hæstvirtan ráðherra tala um löngun hans til að setja aukna fjármuni í að hraða málsmeðferð. Það er ekki svo langt síðan að hér var lagt fram frumvarp til fjárlaga. Ég veit ekki betur en þar sé staðan sú að ekki er mætt þeim kröfum Útlendingastofnunar eða þörfum sem hún þarf til að hraða málsmeðferð,“ sagði Kolbeinn og spurði: „Af hverju birtist þessi löngun hæstvirts ráðherra ekki í fjárlagavinnunni?“

Bjarni vísaði því alfarið á bug að ekki væri nægilegir fjármunir settir í hröðun málsmeðferðar. „Við höfum ávallt tryggt þá fjármuni sem hefur þurft til þess að tryggja sem besta málsmeðferð. Það eru engin dæmi um annað. Þannig að allt þetta tal um fjárlög og framkvæmd fjárlaga er bara út í hött,“ sagði hann. „Það hefur aldrei verið látið standa á fjárveitingum til Útlendingastofnunar eða kærunefndarinnar til að ýta undir sem skjótasta málsmeðferð.“

„Við höfum ávallt tryggt þá fjármuni sem hefur þurft til þess að tryggja sem besta málsmeðferð. Það eru engin dæmi um annað“

Raunin er hins vegar sú að á þessu ári var Útlendingastofnun ekki tryggt það fjármagn sem stofnunin hefur sagst þurfa til að halda í við fjölgun hælisumsókna og hraða afgreiðslu þeirra. Fyrir vikið lengdist meðalafgreiðslutími hælisumsókna á fyrri hluta ársins.

Fram kemur í gögnum Útlendingastofnunar um mannaflaþörf vegna afgreiðslu hælisumsókna árið 2017, sem fjárlaganefnd Alþingis fékk í febrúar á þessu ári, að fjölgun umsókna kalli á aukinn mannafla ef halda eigi kostnaði niðri. „Þarf að gerast fyrir sumarið, svo unnt sé að þjálfa starfsmenn og viðhalda málavinnslu yfir sumarfrístímann,“ segir í glærukynningu sem þingnefndinni var sýnd.

Útlendingastofnun sagðist þurfa 43
nýja starfsmenn en fékk talsvert færri

Útlendingastofnun taldi sig þurfa 29 viðbótarstarfsmenn til að geta hraðað afgreiðslu umsókna og 14 viðbótarstarfsmenn til að sinna móttöku og þjónustu við hælisleitendur. Þann 28. apríl impraði Útlendingastofnun á þessu vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem þá var til umfjöllunar í fjárlaganefnd. 

Sigríður Andersendómsmálaráðherra

Fram kom að á meðan fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir því að fjöldi umsækjenda um vernd færi aldrei fram úr 700 á hverju ári telji stofnunin nærtækara að miða við 2000 umsækjendur. Til að mæta þessu, og tryggja að mannafli væri til staðar á öllum stjórnsýslustigum, þyrfti að hækka framlag til sviðsins um 7 milljarða en ekki 2 eins og áætlun ríkisstjórnarinnar fæli í sér. 

Þann 11. ágúst var loks tilkynnt að Útlendingastofnun fengi heimild til að ráða tímabundið tíu nýja starfsmenn. Þegar fréttastofa RÚV spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hvort það hefði ekki þurft að auka þennan liðsauka fyrr svaraði hún: „Ég veit það ekki. Ég er ekki með yfirsýn yfir starfsmannahætti hjá Útlendingastofnun. En það liggur að minnsta kosti fyrir að hún fær hann núna.“

Stofnun látin „viðhalda ásættanlegum málshraða“

Fram kom í gögnum Útlendingastofnunar að ef hraða ætti afgreiðslu hælisumsókna þyrfti 301 milljónar króna aukningu til fjárlagaliðarins 06-398. Til að halda í við fjölgun hælisleitenda þyrfti svo 187 milljóna aukningu til fjárlagaliðar 06-399 sem tekur til móttöku og þjónustu við hælisleitendur. Í frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar til fjárlaga fær Útlendingastofnun hins vegar aðeins 166,6 milljóna króna aukaframlag „til að viðhalda ásættanlegum málshraða hælisumsókna“ eins og það er orðað í greinargerð. Hins vegar eru útgjöld til fjárlagaliðarins 06-399 stóraukin, eða úr rúmum milljarði í 2,7 milljarða. 

Eins og Stundin fjallaði um fyrr í mánuðinum var kostnaður vegna útlendingamála rúmum milljarði meiri á fyrri hluta ársins 2016 en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Samkvæmt afkomugreinargerð ríkissjóðs voru fjárheimildir verulega „vanáætlaðar í fjárlagagerð í ljósi fordæmalausrar fjölgunar hælisumsókna á síðustu mánuðum ársins 2016“. Útlendingastofnun birtir nákvæma tölfræði um fjölda hælisumsókna í hverjum mánuði en auk þess fékk fjárlaganefnd Alþingis ítarlega kynningu frá fulltrúum innanríkisráðuneytisins á fjárþörf vegna hælisumsókna og þjónustu við hælisleitendur þann 12. desember 2016. Voru þá dregnar upp þrjár sviðsmyndir. Í einni þeirra var áætlað að fjárvöntunin, miðað við frumvarpið sem þá lá fyrir, næmi meira en tveimur milljörðum á árinu. Bjartsýnni spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljarða og 892 milljóna fjárvöntun, en nú liggur fyrir að framúrkeyrslan, aðeins á fyrri hluta ársins, nam 1200 milljónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár