Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ummæli forsætisráðherra ekki í samræmi við mat Útlendingastofnunar

„Það hef­ur aldrei ver­ið lát­ið standa á fjár­veit­ing­um til Út­lend­inga­stofn­un­ar eða kær­u­nefnd­ar­inn­ar til að ýta und­ir sem skjót­asta máls­með­ferð,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í um­ræð­um um út­lend­inga­lög­gjöf­ina. Raun­in er sú að Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ekki feng­ið þá fjár­muni og þann mannafla sem stofn­un­in hef­ur kall­að eft­ir til að geta hrað­að máls­með­ferð og hald­ið í við fjölg­un hæl­is­um­sókna.

Ummæli forsætisráðherra ekki í samræmi við mat Útlendingastofnunar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fullyrti í umræðum um breytingar á útlendingalöggjöfinni fyrr í vikunni að á undanförnum árum hefði aldrei staðið á fjárveitingum til Útlendingastofnunar til að ýta undir sem skjótasta málsmeðferð hælisumsókna. 

„Það hefur aldrei staðið á því. Það væri kannski einhver innstæða fyrir orðum háttvirts þingmanns ef ríkisstjórnin hefði haldið þannig á málum að fjárveitingar til þessara mikilvægu stofnana væru stöðvaðar. Við höfum aldrei farið þá leið,“ sagði Bjarni í andsvari við ræðu Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna. 

Kolbeinn Óttarrsson Proppéþingmaður Vinstri grænna

Kolbeinn hafði þá sett orð forsætisráðherra um mikilvægi þess að hraða málsmeðferð hælisumsókna í samhengi við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

„Það er athyglisvert að heyra hæstvirtan ráðherra tala um löngun hans til að setja aukna fjármuni í að hraða málsmeðferð. Það er ekki svo langt síðan að hér var lagt fram frumvarp til fjárlaga. Ég veit ekki betur en þar sé staðan sú að ekki er mætt þeim kröfum Útlendingastofnunar eða þörfum sem hún þarf til að hraða málsmeðferð,“ sagði Kolbeinn og spurði: „Af hverju birtist þessi löngun hæstvirts ráðherra ekki í fjárlagavinnunni?“

Bjarni vísaði því alfarið á bug að ekki væri nægilegir fjármunir settir í hröðun málsmeðferðar. „Við höfum ávallt tryggt þá fjármuni sem hefur þurft til þess að tryggja sem besta málsmeðferð. Það eru engin dæmi um annað. Þannig að allt þetta tal um fjárlög og framkvæmd fjárlaga er bara út í hött,“ sagði hann. „Það hefur aldrei verið látið standa á fjárveitingum til Útlendingastofnunar eða kærunefndarinnar til að ýta undir sem skjótasta málsmeðferð.“

„Við höfum ávallt tryggt þá fjármuni sem hefur þurft til þess að tryggja sem besta málsmeðferð. Það eru engin dæmi um annað“

Raunin er hins vegar sú að á þessu ári var Útlendingastofnun ekki tryggt það fjármagn sem stofnunin hefur sagst þurfa til að halda í við fjölgun hælisumsókna og hraða afgreiðslu þeirra. Fyrir vikið lengdist meðalafgreiðslutími hælisumsókna á fyrri hluta ársins.

Fram kemur í gögnum Útlendingastofnunar um mannaflaþörf vegna afgreiðslu hælisumsókna árið 2017, sem fjárlaganefnd Alþingis fékk í febrúar á þessu ári, að fjölgun umsókna kalli á aukinn mannafla ef halda eigi kostnaði niðri. „Þarf að gerast fyrir sumarið, svo unnt sé að þjálfa starfsmenn og viðhalda málavinnslu yfir sumarfrístímann,“ segir í glærukynningu sem þingnefndinni var sýnd.

Útlendingastofnun sagðist þurfa 43
nýja starfsmenn en fékk talsvert færri

Útlendingastofnun taldi sig þurfa 29 viðbótarstarfsmenn til að geta hraðað afgreiðslu umsókna og 14 viðbótarstarfsmenn til að sinna móttöku og þjónustu við hælisleitendur. Þann 28. apríl impraði Útlendingastofnun á þessu vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem þá var til umfjöllunar í fjárlaganefnd. 

Sigríður Andersendómsmálaráðherra

Fram kom að á meðan fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir því að fjöldi umsækjenda um vernd færi aldrei fram úr 700 á hverju ári telji stofnunin nærtækara að miða við 2000 umsækjendur. Til að mæta þessu, og tryggja að mannafli væri til staðar á öllum stjórnsýslustigum, þyrfti að hækka framlag til sviðsins um 7 milljarða en ekki 2 eins og áætlun ríkisstjórnarinnar fæli í sér. 

Þann 11. ágúst var loks tilkynnt að Útlendingastofnun fengi heimild til að ráða tímabundið tíu nýja starfsmenn. Þegar fréttastofa RÚV spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hvort það hefði ekki þurft að auka þennan liðsauka fyrr svaraði hún: „Ég veit það ekki. Ég er ekki með yfirsýn yfir starfsmannahætti hjá Útlendingastofnun. En það liggur að minnsta kosti fyrir að hún fær hann núna.“

Stofnun látin „viðhalda ásættanlegum málshraða“

Fram kom í gögnum Útlendingastofnunar að ef hraða ætti afgreiðslu hælisumsókna þyrfti 301 milljónar króna aukningu til fjárlagaliðarins 06-398. Til að halda í við fjölgun hælisleitenda þyrfti svo 187 milljóna aukningu til fjárlagaliðar 06-399 sem tekur til móttöku og þjónustu við hælisleitendur. Í frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar til fjárlaga fær Útlendingastofnun hins vegar aðeins 166,6 milljóna króna aukaframlag „til að viðhalda ásættanlegum málshraða hælisumsókna“ eins og það er orðað í greinargerð. Hins vegar eru útgjöld til fjárlagaliðarins 06-399 stóraukin, eða úr rúmum milljarði í 2,7 milljarða. 

Eins og Stundin fjallaði um fyrr í mánuðinum var kostnaður vegna útlendingamála rúmum milljarði meiri á fyrri hluta ársins 2016 en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Samkvæmt afkomugreinargerð ríkissjóðs voru fjárheimildir verulega „vanáætlaðar í fjárlagagerð í ljósi fordæmalausrar fjölgunar hælisumsókna á síðustu mánuðum ársins 2016“. Útlendingastofnun birtir nákvæma tölfræði um fjölda hælisumsókna í hverjum mánuði en auk þess fékk fjárlaganefnd Alþingis ítarlega kynningu frá fulltrúum innanríkisráðuneytisins á fjárþörf vegna hælisumsókna og þjónustu við hælisleitendur þann 12. desember 2016. Voru þá dregnar upp þrjár sviðsmyndir. Í einni þeirra var áætlað að fjárvöntunin, miðað við frumvarpið sem þá lá fyrir, næmi meira en tveimur milljörðum á árinu. Bjartsýnni spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljarða og 892 milljóna fjárvöntun, en nú liggur fyrir að framúrkeyrslan, aðeins á fyrri hluta ársins, nam 1200 milljónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár