Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðuneytið afgreiddi upplýsingabeiðnir um Downey og Hjalta með ólíkum hætti

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið veitti Stund­inni um­svifa­laust að­gang að bréfi um upp­reist æru Roberts Dow­ney þeg­ar þess var ósk­að en hef­ur enn ekki af­hent bréf­ið í máli Hjalta Hauks­son­ar.

Ráðuneytið afgreiddi upplýsingabeiðnir um Downey og Hjalta með ólíkum hætti

Dómsmálaráðuneytið afhenti Stundinni bréf vegna tillögu fyrrverandi innanríkisráðherra um uppreist æru kynferðisbrotamannsins Roberts Downey sama dag og Stundin óskaði eftir slíkum upplýsingum, þann 3. ágúst síðastliðinn.

Ráðuneytið hefur hins vegar enn ekki afhent sams konar bréf um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar þótt meira en tvær vikur séu liðnar síðan þess var óskað. Stundin sendi upplýsingabeiðnina 28. ágúst, ítrekað beiðnina 31. ágúst og aftur í þessari viku en hefur ekki fengið bréfið afhent. 

Nú liggur fyrir að Hjalti Sigurjón fékk meðmæli frá Benedikt Sveinssyni, föður Bjarna Benediktssonar, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. 

Stundin sendi ráðuneytinu eftirfarandi fyrirspurn þann 6. september eftir að blaðið fékk upplýsingar sem taldar voru trúverðugar um að Hjalti hefði fengið meðmæli frá Benedikt:

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár