Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tónleikahaldari Sigur Rósar fékk 35 milljónir fyrirfram en kemur ekki að tónlistarhátíðinni

Tón­leika­hald­ar­inn Kári Sturlu­son fékk 35 millj­ón­ir króna greidd­ar fyr­ir­fram frá Hörpu vegna tón­leika Sig­ur Rós­ar sem haldn­ir verða í des­em­ber. Kári kem­ur ekki að tón­list­ar­há­tíð Sig­ur Rós­ar.

Tónleikahaldari Sigur Rósar fékk 35 milljónir fyrirfram en kemur ekki að tónlistarhátíðinni
Harpa Hallarekstur eykst um 130 milljónir króna á milli ára. Mynd: Harpa.is

Forstjóri Hörpu vill ekki ræða fyrirframgreiðslu á 35 milljónum króna til tónleikahaldarans Kára Sturlusonar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember næstkomandi. Sjálfur vill hann ekki ræða málið. „Ég er bundinn trúnaði úti um allt og ég ætla að virða það,“ segir hann.

Kára hefur verið greint frá því að hann verði ekki aðili að tónlistarhátíðinni Norður og niður, sem boðuð er á vegum Sigur Rósar í desember næstkomandi, en engu að síður kveðst hann halda utan um tónleika Sigur Rósar á hátíðinni. Spurður hvort hann sé með samkomulag við Sigur Rós um tónleikana vill hann ekki tjá sig að öðru leyti en með yfirlýsingu.

Í yfirlýsingunni segir Kári að tónleikum Sigur Rósar á tónlistarhátíð Sigur Rósar í Hörpu beri ekki að rugla saman við tónlistarhátíðina sjálfa. Hann sé aðili að tónleikunum en ekki tónlistarhátíðinni. „Fernum tónleikum Sigur Rósar í Eldborg ber ekki að rugla saman við hátíðina ‘Norður og Niður’ sem á að fara fram samhliða tónleikunum en sem sjálfstætt mengi í framkvæmd og sölu. Undirritaður hóf það verkefni með hljómsveitinni en ekki náðist sátt um útfærsluna á því og því var annar aðili fenginn að því verkefni sem slíku. [...] Undirritaður er annars vegar með samkomulag við hljómsveitina um tónleikana og hinsvegar samkomulag við Hörpu um leigu á húsnæði, tækjum, miðasölu og mannskap vegna tónleikanna.“

Kári vill ekki tjá sig nánar um málið. „Þetta er nú ekkert flókið, svo sem.“

Sigur Rós hefur hins vegar kynnt tónlistarhátíð sína og svo tónleika sína í Hörpu samhliða. 

Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að hljómsveitin muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er mál í vinnslu,“ segir hann. 

Sigur RósHeldur tónlistarhátíð 27. til 30. desember næstkomandi í Hörpu.

Forstjóri Hörpu tjáir sig ekki um viðskiptin

Samkvæmt heimildum Stundarinnar tók Kári við um 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu vegna tónleikanna án þess að Sigur Rós kæmi að því. Ákvörðunin hafi verið tekin af Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Hún neitaði í samtali við Stundina að tjá sig um málið eða almenna viðskiptahætti Hörpu í tengslum við miðasölu á grundvelli þess að um væri að ræða trúnaðarmál. 

Svanhildur KonráðsdóttirVill ekki tjá sig um hvort hún hafi tekið ákvörðun um að greiða tónleikahaldara 35 milljónir króna fyrirfram.

„Ef þú kæmir hérna og héldir fermingarveislu eða afmælið þitt eða hvað það væri, myndir þú ekki vilja að starfsmenn hússins væru eitthvað að tjá sig um það. Það er trúnaðarmál á milli þeirra sem eiga hérna viðskipti.“

Forstjóri Hörpu vill ekki svara almennri spurningu um hvort það tíðkist að Harpa borgi tónleikahöldurum fyrirfram. 

Þú vilt ekki svara því hvort þið almennt borgið stundum tónleikahöldurum fyrirfram?

„Nei, þetta er bara partur af viðskiptum sem við eigum við þessa aðila.“

Svanhildur bendir á að Harpa geri samninga við tónleikahaldara, sem séu síðan sjálfir að fullu ábyrgir fyrir viðburðinum. 

Hún segist ekki hafa átt neina aðkomu að málinu persónulega.

Harpa tapaði 670 milljónum króna

Þórður Sverrisson, nýkjörinn stjórnarformaður Hörpu, segist ekki þekkja málið að öðru leyti en sem kemur fram í fjölmiðum. Málið sé á forræði forstjóra Hörpu. Stjórn Hörpu hefur enn ekki fundað í fyrsta sinn eftir að hún var kjörin á aðalfundi á mánudag. 

Á aðalfundinum kom fram að kostnaður við rekstur Hörpu hafi aukist töluvert umfram tekjur og því sé vaxandi tap. 670 milljóna króna tap var af rekstri Hörpu í fyrra. Harpa er í opinberri eigu. Íslenska ríkið á 54 prósent en Reykjavíkurborg 46 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár