Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tónleikahaldari Sigur Rósar fékk 35 milljónir fyrirfram en kemur ekki að tónlistarhátíðinni

Tón­leika­hald­ar­inn Kári Sturlu­son fékk 35 millj­ón­ir króna greidd­ar fyr­ir­fram frá Hörpu vegna tón­leika Sig­ur Rós­ar sem haldn­ir verða í des­em­ber. Kári kem­ur ekki að tón­list­ar­há­tíð Sig­ur Rós­ar.

Tónleikahaldari Sigur Rósar fékk 35 milljónir fyrirfram en kemur ekki að tónlistarhátíðinni
Harpa Hallarekstur eykst um 130 milljónir króna á milli ára. Mynd: Harpa.is

Forstjóri Hörpu vill ekki ræða fyrirframgreiðslu á 35 milljónum króna til tónleikahaldarans Kára Sturlusonar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember næstkomandi. Sjálfur vill hann ekki ræða málið. „Ég er bundinn trúnaði úti um allt og ég ætla að virða það,“ segir hann.

Kára hefur verið greint frá því að hann verði ekki aðili að tónlistarhátíðinni Norður og niður, sem boðuð er á vegum Sigur Rósar í desember næstkomandi, en engu að síður kveðst hann halda utan um tónleika Sigur Rósar á hátíðinni. Spurður hvort hann sé með samkomulag við Sigur Rós um tónleikana vill hann ekki tjá sig að öðru leyti en með yfirlýsingu.

Í yfirlýsingunni segir Kári að tónleikum Sigur Rósar á tónlistarhátíð Sigur Rósar í Hörpu beri ekki að rugla saman við tónlistarhátíðina sjálfa. Hann sé aðili að tónleikunum en ekki tónlistarhátíðinni. „Fernum tónleikum Sigur Rósar í Eldborg ber ekki að rugla saman við hátíðina ‘Norður og Niður’ sem á að fara fram samhliða tónleikunum en sem sjálfstætt mengi í framkvæmd og sölu. Undirritaður hóf það verkefni með hljómsveitinni en ekki náðist sátt um útfærsluna á því og því var annar aðili fenginn að því verkefni sem slíku. [...] Undirritaður er annars vegar með samkomulag við hljómsveitina um tónleikana og hinsvegar samkomulag við Hörpu um leigu á húsnæði, tækjum, miðasölu og mannskap vegna tónleikanna.“

Kári vill ekki tjá sig nánar um málið. „Þetta er nú ekkert flókið, svo sem.“

Sigur Rós hefur hins vegar kynnt tónlistarhátíð sína og svo tónleika sína í Hörpu samhliða. 

Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að hljómsveitin muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er mál í vinnslu,“ segir hann. 

Sigur RósHeldur tónlistarhátíð 27. til 30. desember næstkomandi í Hörpu.

Forstjóri Hörpu tjáir sig ekki um viðskiptin

Samkvæmt heimildum Stundarinnar tók Kári við um 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu vegna tónleikanna án þess að Sigur Rós kæmi að því. Ákvörðunin hafi verið tekin af Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Hún neitaði í samtali við Stundina að tjá sig um málið eða almenna viðskiptahætti Hörpu í tengslum við miðasölu á grundvelli þess að um væri að ræða trúnaðarmál. 

Svanhildur KonráðsdóttirVill ekki tjá sig um hvort hún hafi tekið ákvörðun um að greiða tónleikahaldara 35 milljónir króna fyrirfram.

„Ef þú kæmir hérna og héldir fermingarveislu eða afmælið þitt eða hvað það væri, myndir þú ekki vilja að starfsmenn hússins væru eitthvað að tjá sig um það. Það er trúnaðarmál á milli þeirra sem eiga hérna viðskipti.“

Forstjóri Hörpu vill ekki svara almennri spurningu um hvort það tíðkist að Harpa borgi tónleikahöldurum fyrirfram. 

Þú vilt ekki svara því hvort þið almennt borgið stundum tónleikahöldurum fyrirfram?

„Nei, þetta er bara partur af viðskiptum sem við eigum við þessa aðila.“

Svanhildur bendir á að Harpa geri samninga við tónleikahaldara, sem séu síðan sjálfir að fullu ábyrgir fyrir viðburðinum. 

Hún segist ekki hafa átt neina aðkomu að málinu persónulega.

Harpa tapaði 670 milljónum króna

Þórður Sverrisson, nýkjörinn stjórnarformaður Hörpu, segist ekki þekkja málið að öðru leyti en sem kemur fram í fjölmiðum. Málið sé á forræði forstjóra Hörpu. Stjórn Hörpu hefur enn ekki fundað í fyrsta sinn eftir að hún var kjörin á aðalfundi á mánudag. 

Á aðalfundinum kom fram að kostnaður við rekstur Hörpu hafi aukist töluvert umfram tekjur og því sé vaxandi tap. 670 milljóna króna tap var af rekstri Hörpu í fyrra. Harpa er í opinberri eigu. Íslenska ríkið á 54 prósent en Reykjavíkurborg 46 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár