Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Áfallið situr í líkamanum“

Al­var­leg­ar and­leg­ar, fé­lags­leg­ar og lík­am­leg­ar af­leið­ing­ar hljót­ast af kyn­ferð­isof­beldi í æsku. Kon­ur beina sárs­auk­an­um inn á við og verða lík­am­lega veik­ar, jafn­vel ör­yrkj­ar, á með­an karl­ar beina hon­um út sem brýst út með and­fé­lags­legri hegð­un og jafn­vel af­brot­um. Dr. Sigrún Sig­urð­ar­dótt­ir kall­ar á eft­ir þverfag­legu þjóðar­átaki gegn kyn­ferð­is­legu of­beldi.

„Þetta eru verstu brotin,“ segir dr. Sigrún Sigurðardóttir, lektor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, um kynferðisofbeldi gegn börnum, en hún hefur síðastliðin þrettán ár rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku. Hún segir erfitt að sjá menn í valdastöðum, líkt og Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, gera lítið úr kynferðisbrotum gegn börnum og segja að til séu verri brot. Því fá brot hafi jafn alvarlegar félagslegar, andlegar og líkamlegar afleiðingar á brotaþola og að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn eða unglingur.

Berskjölduð fyrir fleiri áföllum

Sigrún starfaði áður sem lögreglukona. Í störfum sínum varð hún vitni að öllum tegundum ofbeldis, en hún sá það ekki sem heilbrigðisvandamál fyrr en hún skipti um vettvang og fór að læra hjúkrun og síðar heilbrigðisvísindi. „Í náminu fór ég á fyrirlestur á Ólafsfirði þar sem þolandi, kona sem hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi, sagði frá því hvernig heilsan hrundi í kjölfar áfallsins. Við heyrum oft …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár