„Þetta eru verstu brotin,“ segir dr. Sigrún Sigurðardóttir, lektor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, um kynferðisofbeldi gegn börnum, en hún hefur síðastliðin þrettán ár rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku. Hún segir erfitt að sjá menn í valdastöðum, líkt og Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, gera lítið úr kynferðisbrotum gegn börnum og segja að til séu verri brot. Því fá brot hafi jafn alvarlegar félagslegar, andlegar og líkamlegar afleiðingar á brotaþola og að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn eða unglingur.
Berskjölduð fyrir fleiri áföllum
Sigrún starfaði áður sem lögreglukona. Í störfum sínum varð hún vitni að öllum tegundum ofbeldis, en hún sá það ekki sem heilbrigðisvandamál fyrr en hún skipti um vettvang og fór að læra hjúkrun og síðar heilbrigðisvísindi. „Í náminu fór ég á fyrirlestur á Ólafsfirði þar sem þolandi, kona sem hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi, sagði frá því hvernig heilsan hrundi í kjölfar áfallsins. Við heyrum oft …
Athugasemdir