Tölum og staðreyndum er alltof of oft snúið á hvolf og vísvitandi rangtúlkaðar til þess að þjóna ákveðnum málstað. Nokkur orð eða staðreyndir dregnar út úr stórri samantekt og birtar án heildarmyndarinnar til þess eins að láta þær styrkja þína fyrirfram gefnu hugmynd. Hér er íslenskt dæmi:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kallar á eftir stefnu í flóttamannamálum og segir þá sem hafa það hlutverk að ræða lausnir, horfa til framtíðar og móta stefnu verða að þora að ræða stærstu úrlausnarefni samtímans.
Í því samhengi bendir hann, réttilega, á að straumur flóttamanna og annars förufólks til Evrópu sé farinn að valda verulegri togstreitu innan, og á milli, Evrópulanda og að þau átök séu að ágerast. En togstreitan og pólitíkin sem upp er komin í Evrópu hefur ekkert með flóttafólkið sjálft að gera, heldur heigulshátt og ábyrgðarleysi stjórnvalda sem hafa ekki kjark til að taka á móti fólki …
Athugasemdir