Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Beittur penni með blíða rödd

Blaða­kon­an Kim Wall fannst lát­in í Kaup­manna­höfn og er við­mæl­andi henn­ar grun­að­ur um morð. Kim var vel mennt­að­ur verð­launa­blaða­mað­ur sem fjall­aði gjarn­an um fé­lags­legt rétt­læti og hafði gert heim­inn all­an að vinnu­stað sín­um. Koll­egi henn­ar skrif­aði grein í Guar­di­an þar sem hún seg­ir ör­lög vin­konu sinn­ar öm­ur­lega áminn­ingu um að kon­ur séu hvergi óhult­ar við störf sín.

Beittur penni með blíða rödd

Skelfileg örlög sænsku blaðakonunnar Kim Wall hafa vafalaust ekki farið framhjá neinum, en lík hennar fannst sundurbútað í fjörunni við Amager í Kaupmannahöfn á mánudaginn var. En hver var Kim Wall?

Í mörg ár hafði hún flakkað einsömul um heiminn og elt uppi mál og manneskjur sem vöktu athygli hennar, kafað dýpra ofan í kjölinn á öllu því sem vakti forvitni hennar og deilt því með umheiminum af mikilli fagmennsku.

Þegar hún steig um borð í kafbát Peters Madsens að kvöldi 10. ágúst síðastliðinn grunaði hana ekki að aðalpersóna umfjöllunarinnar sem hún var að vinna yrði hún sjálf. Tilefni hennar hinstu ferðar virtist þvert á móti ósköp saklaust í samanburði við margt sem hún hefur fengist við á ferli sínum – umfjöllun um danskan uppfinningamann sem smíðaði sér kafbát hljómaði í það minnsta ekki eins og lífshættuleg iðja í eyrum hennar nánustu. Í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum eftir að tilkynnt var um hvarf Kim Wall gerir móðir hennar, Ingrid Wall, þetta að umtalsefni sínu. „Við höfum oft verið óróleg þegar Kim var að ferðast um ótryggar slóðir vegna vinnu sinnar, en aldrei grunaði okkur að henni væri hætta búin í Kaupmannahöfn, steinsnar frá æskuheimilinu,“ segir í tilkynningunni.

Heimurinn allur varð að vinnustað hennar 

Kim Isabel Fredrika Wall fæddist í Trelleborg á Skáni í Svíþjóð þann 23. mars árið 1987. Hún var dóttir hjónanna Ingridar og Joachims Wall, en Kim fetaði í fótspor beggja foreldra sinna þegar hún ákvað að leggja stund á blaðamennsku. Henni er lýst sem hugrakkri, hjartahlýrri og metnaðarfullri af þeim fjölmörgu sem nú minnast hennar á opinberum vettvangi; eldhugi sem gaf allt sitt í starfið sem hún sinnti af öllu hjarta. Hún var ekki nema rétt rúmlega tvítug þegar hún yfirgaf heimalandið til þess að mennta sig frekar. Eftir að hafa numið við Sorbonne-háskóla í París, London School of Economics og loks Kólumbíuháskóla, þaðan sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í blaðamennsku og alþjóðasamskiptum árið 2013, varð heimurinn allur að vinnustað hennar.

„Aldrei grunaði okkur að henni væri hætta búin í Kaupmannahöfn, steinsnar frá æskuheimilinu“

Vönduð skrif hennar um óréttlæti, misskiptingu og fjölbreytileika mannlífsins rötuðu víða. Fólkið hennar segir hana alltaf hafa verið uppfulla af nýjum hugmyndum sem hún hlakkaði til að kanna betur. Árið 2016 hlaut hún Hanzel Miet-blaðamannaverðlaunin fyrir ítarlega umfjöllun sína um umhverfisáhrif kjarnorkutilrauna Bandaríkjamanna á Marshall-eyjum. Fjölskylda hennar og vinir vonast til þess að heimurinn muni hana fyrst og fremst sem manneskjuna sem hún var og framúrskarandi blaðakonu, ekki fórnarlamb hrottafengins glæps.

Kim var ekkert óviðkomandi

Þrátt fyrir ungan aldur hafði Kim Wall fyrir löngu náð að skapa sér nafn sem rannsóknarblaðamaður. Síðustu árin var hún búsett í New York og Beijing á víxl, en ferðaðist víða vegna vinnu sinnar. Hún starfaði sjálfstætt og umfjallanir hennar birtust oft í virtustu fjölmiðlum heims. Meðal annars skrifaði hún fyrir New York Times, South China Morning Post, Vice og The Guardian, auk fjölda annarra. Skrif hennar hafa þar að auki verið þýdd á fjölda tungumála.

Það er ljóst að Kim var vinamörg og snerti líf fólks um víða veröld á ferli sínum, hvort sem var í einkalífi eða á faglegum vettvangi. Metnaður hennar fyrir að ljá jaðarsettum hópum rödd í gegnum starf sitt var einlægur, eins og efnistök hennar báru vott um, en Kim skrifaði gjarnan um jafnréttismál, félagslegt réttlæti og misskiptingu. Hún hafði einnig mikinn áhuga á poppkúltúr og jaðarmenningu hvers konar, fjallaði gjarnan um litríka persónuleika sem setja svip sinn á samfélög – fólk með óvenjuleg sérsvið eða áhugamál, líkt og Peter Madsen.

Kim hefur meðal annars ferðast um Sri Lanka og fjallað um ástandið í landi sem nýlega hafði losnað úr viðjum borgarastyrjaldar. Hún hefur skrifað um ferðamannaiðnaðinn á Haítí, landi sem enn er í sárum eftir jarðskjálftann mikla árið 2010, neðanjarðar-internetmenningu á Kúbu, asíska hinsegin-menningu í New York og kínverskan femínisma, svo eitthvað sé nefnt. Móðir hennar segir hana hafa verið „beittan penna með blíða rödd“.

„Enginn staður var of fjarlægur eða hættulegur ef þar leyndist saga sem þurfti að heyrast“

„Hún deildi með okkur sögum frá öllum heimshornum. Enginn staður var of fjarlægur eða hættulegur ef þar leyndist saga sem þurfti að heyrast,“ skrifar móðir hennar eftir að ljóst var að einkadóttir hennar var ekki lengur á lífi.

Sruthi Gottipati, ritstjóri, blaðamaður og vinkona Kim Wall, skrifar grein í Guardian í vikunni þar sem hún gerir ofbeldi gegn konum í blaðamennsku að umtalsefni. Hún segir það hrollvekjandi áminningu fyrir heiminn allan að ofbeldi gegn konum sé ekki eitthvað sem aðeins á sér stað í fjarlægum þriðjaheimslöndum – það er líka raunveruleiki á Vesturlöndum, meira að segja í jafnréttisparadísinni Skandinavíu. Hún segir örlög vinkonu sinnar ömurlega áminningu um að konur séu hvergi óhultar við störf sín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár