Árið 1874 kom hugsjónamaðurinn Frímann B. Arngrímsson hingað til lands frá vesturheimi. Þar hafði hann meðal annars unnið við rannsóknir og tilraunir með rafmagn og komst að því að það bauð upp á ótrúlega notkunarmöguleika. Hann átti sér þá stærstu hugsjón að rafvæða Ísland. En þessi hugsjón hans fólst ekki í því að virkja fossa og flúðir sér til fjár og frægðar eins og hugur margra sporgöngumanna hans stóð til.
„Myrkrinu, loftleysinu og kuldanum í híbýlum manna, öllu þessu, sem veiklað hafði kjark og kraft alþýðu mætti eyða með rafmagni, lengt daginn í skammdeginu og gert lífið innihaldsríkara.“
Hugsjónir ofar skilningi
En það var fyrir ofan skilning flestra íslenskra embættismanna að hugsjónir gætu leitt af sér framfarir og betra líf. Hugur þeirra var bundinn við stafsetningu og guðfræði, sagði Frímann.
Skoðanir Halldórs Kr. Friðrikssonar og Jóns Jenssonar, að ekki væri rétt að gefa því nokkurn gaum sem þetta aðskotadýr, vestan …
Athugasemdir