Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tröllvaxin auglýsing H&M í gangveginum á Lækjartorgi

“See you at Smáralind!” stend­ur á stóru aug­lýs­inga­skilti sem stillt var upp á Lækj­ar­torgi.

Tröllvaxin auglýsing H&M í gangveginum á Lækjartorgi

Risavaxið auglýsingaskilti fyrir H&M sem komið var fyrir á Lækjartorgi í gær hefur vakið athygli og umtal. 

Samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar ber að sækja um leyfi til afnota af borgarlandi, en til þess teljast allar götur, gangstéttar, stígar, opin svæði, almenningsgarðar og torg. Þegar Stundin spurðist fyrir um skiltið í gær komu starfsmenn borgarinnar af fjöllum og könnuðust ekki við að veitt hefði verið leyfi fyrir auglýsingunni sem blasir við í gangveginum á Lækjartorgi í formi stórs innkaupapoka með enskri áletrun: “Grand Opening: See you at Smáralind! August 26”.

Síðar um daginn fékk Stundin þau svör að skiltið hefði verið sett upp í leyfisleysi og að það yrði fjarlægt við fyrsta tækifæri.

Nokkru eftir að Stundin greindi frá því tók Vísir.is viðtal við Guðmund Vigni Óskarsson, verkefnastjóra leyfisveitinga borgarlands, sem fullyrti hins vegar að H&M hefði sótt um tilskilin leyfi fyrir auglýsingunni og að hún fengi að standa fram yfir mánaðamót. Þetta stangast á við upplýsingar sem Stundin fékk frá æðstu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 

Fréttin var uppfærð eftir birtingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár