Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tröllvaxin auglýsing H&M í gangveginum á Lækjartorgi

“See you at Smáralind!” stend­ur á stóru aug­lýs­inga­skilti sem stillt var upp á Lækj­ar­torgi.

Tröllvaxin auglýsing H&M í gangveginum á Lækjartorgi

Risavaxið auglýsingaskilti fyrir H&M sem komið var fyrir á Lækjartorgi í gær hefur vakið athygli og umtal. 

Samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar ber að sækja um leyfi til afnota af borgarlandi, en til þess teljast allar götur, gangstéttar, stígar, opin svæði, almenningsgarðar og torg. Þegar Stundin spurðist fyrir um skiltið í gær komu starfsmenn borgarinnar af fjöllum og könnuðust ekki við að veitt hefði verið leyfi fyrir auglýsingunni sem blasir við í gangveginum á Lækjartorgi í formi stórs innkaupapoka með enskri áletrun: “Grand Opening: See you at Smáralind! August 26”.

Síðar um daginn fékk Stundin þau svör að skiltið hefði verið sett upp í leyfisleysi og að það yrði fjarlægt við fyrsta tækifæri.

Nokkru eftir að Stundin greindi frá því tók Vísir.is viðtal við Guðmund Vigni Óskarsson, verkefnastjóra leyfisveitinga borgarlands, sem fullyrti hins vegar að H&M hefði sótt um tilskilin leyfi fyrir auglýsingunni og að hún fengi að standa fram yfir mánaðamót. Þetta stangast á við upplýsingar sem Stundin fékk frá æðstu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 

Fréttin var uppfærð eftir birtingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár