Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hvað er maður að hugsa? Síðasta dagbók frá Kaupmannahöfn XXV

Ill­ugi Jök­uls­son er á heim­leið frá Dan­mörku

Hvað er maður að hugsa? Síðasta dagbók frá Kaupmannahöfn XXV

Ég er nú á heimleið frá  Kaupmannahöfn eftir að hafa dvalist hér í næstum sex vikur. Fyrsta eða annað kvöldið sat ég á kaffihúsi við vatn og horfði á mannlífið streyma hjá, ó svo litríkt, ó svo fjölbreytt, og þá páraði ég í dagbók sem ég ætlaði að festa í ódauðlegar hugsanir um lífið, en varð aldrei neitt nema þessar fáu línur, sem ég rakst svo á áðan þegar ég var að pakka niður fataplöggunum, og get reyndar alveg staðið við enn, sísona:

Eins og aðrir sem lásu Heimsljós sér til óbóta í æsku, þá mun ég sjálfsagt aldrei losna við þá trú að eðlilegast sé manninum að búa helst einn, nema með elskunni sinni, í litlu húsi við sjóinn út með firðinum og það vex blóm á þakinu, eða hvernig það var orðað. Og af því ég las ekki bara heldur lifði líka Dagbók frá Díafani eftir karl föður minn, þá var ég líka lengst af staðráðinn í að enda mína daga í litlu grísku þorpi þar sem veggirnir eru hvítkalkaðir, sólskinið málað beint á himininn og á hverjum morgni hittir maður póstmanninn í sama skrefi og síðast, nema það hafi verið pylsugerðarmaðurinn. En svo þarf ég ekki annað en setjast niður á kaffihúsi á götuhorni í stórborg, þótt það sé „bara“ Kaupmannahöfn, og horfa á allt þetta fólk í öllum regnbogans litum og með öll sín tungumál og allt sitt skraut og alla sína lund og bros og huga, og þá hvarflar að mér

„Hvað er maður að hugsa að vera ekki alltaf innan um annað fólk í stórborg?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár