Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hvað er maður að hugsa? Síðasta dagbók frá Kaupmannahöfn XXV

Ill­ugi Jök­uls­son er á heim­leið frá Dan­mörku

Hvað er maður að hugsa? Síðasta dagbók frá Kaupmannahöfn XXV

Ég er nú á heimleið frá  Kaupmannahöfn eftir að hafa dvalist hér í næstum sex vikur. Fyrsta eða annað kvöldið sat ég á kaffihúsi við vatn og horfði á mannlífið streyma hjá, ó svo litríkt, ó svo fjölbreytt, og þá páraði ég í dagbók sem ég ætlaði að festa í ódauðlegar hugsanir um lífið, en varð aldrei neitt nema þessar fáu línur, sem ég rakst svo á áðan þegar ég var að pakka niður fataplöggunum, og get reyndar alveg staðið við enn, sísona:

Eins og aðrir sem lásu Heimsljós sér til óbóta í æsku, þá mun ég sjálfsagt aldrei losna við þá trú að eðlilegast sé manninum að búa helst einn, nema með elskunni sinni, í litlu húsi við sjóinn út með firðinum og það vex blóm á þakinu, eða hvernig það var orðað. Og af því ég las ekki bara heldur lifði líka Dagbók frá Díafani eftir karl föður minn, þá var ég líka lengst af staðráðinn í að enda mína daga í litlu grísku þorpi þar sem veggirnir eru hvítkalkaðir, sólskinið málað beint á himininn og á hverjum morgni hittir maður póstmanninn í sama skrefi og síðast, nema það hafi verið pylsugerðarmaðurinn. En svo þarf ég ekki annað en setjast niður á kaffihúsi á götuhorni í stórborg, þótt það sé „bara“ Kaupmannahöfn, og horfa á allt þetta fólk í öllum regnbogans litum og með öll sín tungumál og allt sitt skraut og alla sína lund og bros og huga, og þá hvarflar að mér

„Hvað er maður að hugsa að vera ekki alltaf innan um annað fólk í stórborg?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár