Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hérna vill Hinrik prins ekki hvíla! Dagbók frá Kaupmannahöfn XVII

Ill­ugi Jök­uls­son les dönsku blöð­in um þá ákvörð­un Hinriks prins að hvíla að end­ingu ekki við hlið konu sinn­ar

Hérna vill Hinrik prins ekki hvíla! Dagbók frá Kaupmannahöfn XVII

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki staðið á götuhornum og spurt Dani hvað þeim finnist um þá ákvörðun Hinriks prins að hvíla að endingu ekki við hlið Margrétar drottningar.

Eftir því sem mér sýnist af fjölmiðlum þeirra hafa þeir öllu meiri áhuga á frábæru gengi fótboltalandsliðsins en vendíngum í kóngshöllinni.

Lengi hefur verið á allra vitorði að Hinrik er sárgramur því að fá ekki að heita kóngur og hefur óánægja hans vegna þess arna aukist mjög eftir því sem árin færast yfir.

Hann hefur haft orð á þessu við ólíklegustu tækifæri og ekki ofmælt að stundum hafi hann gert sig að hálfgerðu fífli þar sem hann upphefst með biturleika sinn vegna málsins.

Enginn hlustaði á hann nema Ekstrablaðið í Danmörku sem ákvað árið 2015 að kalla hann eftirleiðis Hinrik konung, ekki prins.

Blaðið sagði: „Skemmtilegasti og hugrakkasti karakterinn við hirðina á skilið að breytast úr örgum prinsi í kátan kóng.“

Margrét hefur stöku sinnum haft ástæðu til að vera gröm prinsi sínum.Myndin er af vef Ekstrablaðsins, en ómerkt.

En fyrir utan Ekstrablaðið hafa menn aðallega hlegið að konungsbrölti Hinriks.

Og þrátt fyrir allt hans ergelsi reiknaði samt enginn með öðru en hann myndi að endingu æja með drottningu sinni - örþreyttur, gamall, vonsvikinn maður.

Enda var honum þegar búinn hvílustaður. 

Í mörg ár hefur verið unnið að steinkistu þeirri sem drottningin og prins hennar áttu að hvíla í þegar þau hefðu geispað sínum goluþyt. Það var árið 2009 sem drottningin sneri sér til ríkisins og bað um fjárveitingu fyrir steinkistu sem þau hjón ætluðu að hvíla í að lokum.

Myndhöggvarinn Björn Norgaard var ráðinn til verksins og hefur síðan unnið að því í náinni samvinnu við Margréti og Hinrik, að því er talið var.

Steinkistan - eða „sarkófagusinn“ - er raunar aðallega úr gleri, ekki steini.

Kistan hvílir á þremur stöplum og bergið úr einum þeirra danskt, úr þeim næsta færeyskt og grænlenskt berg er í þeim þriðja.

Fílarnir eru tákn um fílaorðuna, sem mun vera fínasta orða Dana, og nær eingöngu veitt þjóðhöfðingjum og allra göfugasta kóngafólki!

Kapella heilagrar Birgittuí Hróarskeldudómkirkju.

Þessi kista átti að hvíla í dómkirkjunni í Hróarskeldu, nánar tiltekið í kapellu heilagrar Birgittu ellegar Bríetar.

Nú þegar hefur steinkistan og stúss í kringum hana kostað 484 milljónir og eitthvað aðeins rúmlega það.

En nú mun Margrét sem sagt hvíla þarna ein, en Hinriki verður holað niður annars staðar í Danmörku.

Litið er á þetta sem hefnd hans fyrir að mega ekki heita kóngur.

Á vefsíðu eins af dönsku blöðunum sá ég netkönnun þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir styddu ákvörðun Hinriks.

Tæplega einn þriðji sagði já, honum ætti auðvitað að leyfast að geyma sín bein þar sem honum sýndist. 

En rúmlega tveir þriðju sögðu nei, hann væri eiginmaður drottningar og með henni hefði hann þreyð af árin og bæri skylda til að fylgja henni þar til loks hann svæfi í jörðu.

Hér er lag handa Hinriki kóngi:

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu