Esther ólst upp hjá móður sinni en þar til hún varð átta ára bjuggu þær mæðgur hjá móðurömmu hennar og nöfnu, sem hélt utan um heimilið og uppeldi barnsins. Esther var á leikskólanum þar sem amma hennar vann í eldhúsinu og segir að amma sín hafi verið svo hagsýn að hún hafi alltaf komið með afganga af hádegismatnum heim fyrir kvöldmatinn. „Ég skildi ekki af hverju ég þyrfti að borða sama matinn tvisvar sinnum á dag, en hún var ótrúlega dugleg kona, hún amma. Ég dáist að því hvernig hún gerði þetta. Ég hafði það mjög gott þar sem við bjuggum í Ásgarðinum og hóf síðan nám í Breiðagerðisskóla.“
Foreldrar hennar voru aldrei saman, en hún segir að faðir sinn hafi alltaf reynst sér vel. „En það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að skipta sér af þessum málum þegar ég var barn, þó að við séum í góðum samskiptum …
Athugasemdir