Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ástin kviknar í Kaupmannahöfn. Dagbók XI.

Ill­ugi Jök­uls­son varð vitni að fal­leg­um sam­ræð­um á tæí­lensk­um veit­inga­stað.

Ástin kviknar í Kaupmannahöfn. Dagbók XI.
Kristjánsborgarhöll. Því skyldi ástin ekki geta kviknað hér eins og annars staðar?

Ég sat í gær eða fyrradag utandyra á tælenskum veitingastað hér í Kaupmannahöfn og snæddi kjúkling með kasjúhnetum. Við hliðina á mér sátu tveir ungir Ameríkanar, piltur og stúlka, svona 25 ára, og höfðu greinilega kynnst rúmum klukkutíma fyrr þegar þau voru að skoða Kristjánsborgarhöll hvort í sínu lagi.

Og höfðu þá tekið tal saman.

Samræður þeirra nú snerust samt ekkert um Kristjánsborgarhöll né annað það sem þau höfðu upplifað í ferðalögum sínum um Danmörku og fleiri Evrópulönd.

Og heldur ekki um þau sjálf, ævi þeirra og ævintýri.

Nei, þau töluðu bara um tækin sín.

Símana sem þau áttu og höfðu átt, fartölvurnar aftur í barnæsku, og tölvuúr stúlkunnar varð þeim sannkallað gósenland samræðna.

Og þau eyddu svo miklum tíma í að tala um öppin sín öll að það dugði mér til klára hrísgrjónin.

Þegar loks hyllti undir vandræðalega þögn þá leysti pilturinn það með því að brydda upp á spurningunni hverjar væru uppáhalds Leonardo DiCapro-myndirnar þeirra.

Stúlkan sagði Titanic og það reyndist vera uppáhaldsmyndin hans líka.

Þegar þetta umræðuefni var þrotið hélt hann áfram á svipaðri braut:

„En hvað finnst þér best í sjónvarpinu? Mér finnst House of Cards vera alveg toppurinn.“

„Finnst þér það?“ sagði stúlkan hissa. „Mér finnst það svo ferlega leiðinlegt.“

„Ja, sko, mér fannst það byrja alveg ansi vel sko,“ sagði pilturinn.

„Æ, ég veit það ekki,“ sagði hún. „Mér fannst það svo flókið eitthvað og óskiljanlegt, eintómt mas eitthvað.“

„Já, eiginlega einmitt,“ sagði hann. „Ég horfði sko eiginlega bara á fyrsta þátt, svona með öðru auganu, og svo var þetta komið út í eitthvað rugl sko, alveg ömurlegt eiginlega ...“

„Já, mér fannst það einmitt líka,“ sagði hún.

Ég kláraði kjúklinginn og fór. Þau sátu eftir. Ég er eiginlega alveg viss um að þau eiga eftir að giftast og verða mjög, mjög hamingjusöm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár