Tugþúsundir manna gætu hafa fallið þegar írönsk stjórnvöld kæfðu niður mótmæli sem brutust út í landinu í lok desember, samkvæmt rannsóknum alþjóðlegra fjölmiðla og mannréttindasamtaka. Ný rannsókn The Guardian og tölur frá mannréttindasamtökum benda til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé margfalt hærri en stjórnvöld í Teheran viðurkenna.
Guardian greindi í morgun frá því að vitnisburðir lækna, réttarlækna og starfsfólks á sjúkrahúsum og greftrunarstöðum bendi til þess að allt að 30.000 manns kunni að hafa látið lífið. Fjölmiðillinn hefur rætt við yfir 80 heilbrigðisstarfsmenn sem lýsa kerfisbundnum aftökum, hvarfi líkamsleifa og fjöldagreftrunum sem ætlað hafi verið að fela umfang dauðsfalla.
Yfir 6.000 dauðsföll staðfest – 17.000 til rannsóknar
Samkvæmt Human Rights Activists News Agency (HRANA), mannréttindasamtökum með aðsetur í Bandaríkjunum, hefur nú verið staðfest að 6.126 manns hafi látið lífið í mótmælunum. Þar af voru 5.777 mótmælendur, 86 börn, 214 liðsmenn öryggissveita og 49 óbreyttir borgarar, að sögn samtakanna.



















































Athugasemdir