Telja mörg þúsund hafa verið drepna í mótmælum í Íran

Gögn mann­rétt­inda­sam­taka og rann­sókn breska blaðs­ins Guar­di­an benda til þess að tug­ir þús­unda gætu hafa ver­ið drepn­ir í Ír­an. Þús­und­ir dauðs­falla hafa ver­ið stað­fest og tug­þús­und­ir til við­bót­ar eru sagð­ar óskráð­ar.

Telja mörg þúsund hafa verið drepna í mótmælum í Íran
Mótmælt Víða hefur fólk komið saman til stuðnings mótmælenda í Íran. Mynd: AFP

Tugþúsundir manna gætu hafa fallið þegar írönsk stjórnvöld kæfðu niður mótmæli sem brutust út í landinu í lok desember, samkvæmt rannsóknum alþjóðlegra fjölmiðla og mannréttindasamtaka. Ný rannsókn The Guardian og tölur frá mannréttindasamtökum benda til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé margfalt hærri en stjórnvöld í Teheran viðurkenna.

Guardian greindi í morgun frá því að vitnisburðir lækna, réttarlækna og starfsfólks á sjúkrahúsum og greftrunarstöðum bendi til þess að allt að 30.000 manns kunni að hafa látið lífið. Fjölmiðillinn hefur rætt við yfir 80 heilbrigðisstarfsmenn sem lýsa kerfisbundnum aftökum, hvarfi líkamsleifa og fjöldagreftrunum sem ætlað hafi verið að fela umfang dauðsfalla.

Yfir 6.000 dauðsföll staðfest – 17.000 til rannsóknar

Samkvæmt Human Rights Activists News Agency (HRANA), mannréttindasamtökum með aðsetur í Bandaríkjunum, hefur nú verið staðfest að 6.126 manns hafi látið lífið í mótmælunum. Þar af voru 5.777 mótmælendur, 86 börn, 214 liðsmenn öryggissveita og 49 óbreyttir borgarar, að sögn samtakanna.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár