Vinstri byltingin sem varð ekki:Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

<span>Vinstri byltingin sem varð ekki:</span>Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
Vorboði Sanna Magdalena Mörtudóttir er hvatakonan að baki sameiginlegu framboði vinstrafólks í borginni. Hún er ekki í náðinni hjá valdhöfum í sínum gamla Sósíalistaflokki og neitaði að ganga til liðs við Vinstri græn, sem virðast nú hafa gengið henni á hönd og ert hana að leiðtoga sínum, utan flokka.

Tilraunir til að sameina flokkana sem féllu af þingi í síðustu kosningum og Sósíalista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar runnu út í sandinn mörgum að óvörum. Sameiningin strandaði ekki á einu atriði heldur samspili ólíkra þátta, svo sem skorti á trausti á milli aðila og málefnalegri samlegð. Þá hjálpaði ekki sú staðreynd að Píratar skilgreina sig ekki sem vinstri flokk. Aðeins Vinstri græn og Sanna Magdalena Mörtudóttir náðu saman að endingu. Það gæti bjargað báðum frá því að falla út úr borgarstjórn.

Vantaði traust í viðræður

Viðræður flokkanna fóru fram á síðustu vikum, bæði á formlegum og óformlegum fundum. Þær einkenndust þó af tortryggni milli þeirra sem sátu við borðið, þrátt fyrir að flestir flokkanna hafi unnið saman í borgarstjórnarmeirihluta undanfarin ár og mynda í raun meirihluta í dag. Ljóst var að brekka yrði að ná sáttum í deilu Sósíalista við sinn gamla leiðtoga, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, sem hóf vegferðina …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár