Örtröð í Samfylkinguna: „Það hrönnuðust inn skráningar“

Ný­skrán­ing­ar í Sam­fylk­ing­una voru svo marg­ar í gær að skrán­ing­ar­kerf­ið stífl­að­ist und­an álagi. Síð­asta tæki­færi var í gær til að skrá sig í flokk­inn fyr­ir próf­kjör sem fram fer á morg­un.

Örtröð í Samfylkinguna: „Það hrönnuðust inn skráningar“
Slagur Pétur Hafliði Marteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir takast á um oddvitasætið á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar vorsins. Leiða má að því líkur að fjöldi nýskráninga í flokkinn tengist prófkjörinu sem fram fer á morgun.

Talsverður fjöldi nýskráninga hefur verið í Samfylkinguna síðustu daga í aðdraganda prófkjörs flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Síðasta tækifæri til að skrá sig í flokkinn og fá atkvæðarétt í prófkjörinu var á miðnætti.

Svo mikil eftirspurn var eftir því að komast á kjörskrá að kerfið bognaði undan álagi, en brotnaði þó ekki, að því er Rakel Pálsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir.

„Það mynduðust stíflur í því. Það gekk allt miklu hægar og fraus hjá sumum en það hrundi ekki,“ segir hún. „Það hrönnuðust inn skráningar engu að síður.“

Rakel segist ekki tilbúin að gefa upp hversu margir skráðu sig í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins á morgun og vísaði þess í stað á kjörstjórn flokksins í Reykjavík. „Ég veit það,“ sagði hún um hversu margir hefðu bæst við, „en það er ekki búið að taka afstöðu til þess hvort það verði birtar einhverjar tölur.“

Skráningarnar í flokkinn hafi þó verið óvenju margar. …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár