Talsverður fjöldi nýskráninga hefur verið í Samfylkinguna síðustu daga í aðdraganda prófkjörs flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Síðasta tækifæri til að skrá sig í flokkinn og fá atkvæðarétt í prófkjörinu var á miðnætti.
Svo mikil eftirspurn var eftir því að komast á kjörskrá að kerfið bognaði undan álagi, en brotnaði þó ekki, að því er Rakel Pálsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir.
„Það mynduðust stíflur í því. Það gekk allt miklu hægar og fraus hjá sumum en það hrundi ekki,“ segir hún. „Það hrönnuðust inn skráningar engu að síður.“
Rakel segist ekki tilbúin að gefa upp hversu margir skráðu sig í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins á morgun og vísaði þess í stað á kjörstjórn flokksins í Reykjavík. „Ég veit það,“ sagði hún um hversu margir hefðu bæst við, „en það er ekki búið að taka afstöðu til þess hvort það verði birtar einhverjar tölur.“
Skráningarnar í flokkinn hafi þó verið óvenju margar. …















































Athugasemdir