Kostnaður vegna framkvæmda við Kársnesskóla frá árinu 2021 er kominn upp í 7,8 milljarða króna að núvirði með tilliti til verðbólgu samkvæmt opnu bókhaldi bæjarins. Fyrirséð er að kostnaður mun hækka þar sem uppgjöri á öllum verkþáttum er ekki lokið. Upphaflega útboðið miðaði við að kostnaður vegna uppbyggingar skólans yrði rétt um 3,6 milljarðar og átti að ljúka árið 2023.
Miðað við upphaflegar áætlanir kostaði uppbygging skólans tæplega helmingi meira en lagt var upp með árið 2021.
Byggingarsaga skólans er samfelld hrakfallasaga. Bærinn rifti samningum við einn verktaka með afdrifaríkum afleiðingum og verktakinn sem tók við uppbyggingu skólans fór gjaldþrota í miðju verki á síðasta ári. Hann hélt þó verkefninu áfram og er að klára það eftir að hafa skipt um nafn og kennitölu. Þá er dómsmál í burðarliðnum þar sem ítalskt verktakafyrirtæki telur sig hlunnfarið eftir að Kópavogsbær rifti samningum við fyrirtækið árið 2023. Skólauppbyggingin er nú á lokastigi …















































Athugasemdir