Hvað þarf til að setja Bandaríkjaforseta af?

Það er til­tölu­lega ein­falt mál að setja Banda­ríkja­for­seta af ef hann reyn­ist skyndi­lega óhæf­ur til að embætti sínu. Vand­inn ligg­ur hins veg­ar í því að það eru vara­for­set­inn og rík­is­stjórn­in sem verða að hafa frum­kvæði að því.

Hvað þarf til að setja Bandaríkjaforseta af?
Donald Trump. Hann verður áttræður í sumar. Mynd: AFP

Eins og nú er komið virðist ekki alveg óhugsandi að áður en síðara kjörtímabili Trumps Bandaríkjaforseta lýkur í janúar 2029 muni stjórnvöld í Bandaríkjunum þurfa að horfast í augu hvort hann sé í raun hæfur til að gegna embætti sínu.

Ekki af neinum pólitískum ástæðum heldur verði spurningin einfaldlega sú hvort honum hafi hrörnað svo mikið andlega og/eða líkamlega að hann geti ekki lengur tekið með vitrænum hætti þær ákvarðanir sem Bandaríkjaforseti stendur frammi fyrir á hverjum degi.

Trump sýnir nú aukin merki aldurs síns – hann verður áttræður 14. júní í sumar – og því er að minnsta kosti ástæða til að skoða þann möguleika. 

Engin ákvæði lengi vel

Í upphaflegri stjórnarskrá Bandaríkjanna stóð aðeins að varaforsetinn tæki við embætti forseta ef sá síðarnefndi yrði óhæfur til að gegna því. Ekkert var hins vegar kveðið á um hver ætti að meta það eða hver framgangsmátinn ætti að vera. …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu