Eins og nú er komið virðist ekki alveg óhugsandi að áður en síðara kjörtímabili Trumps Bandaríkjaforseta lýkur í janúar 2029 muni stjórnvöld í Bandaríkjunum þurfa að horfast í augu hvort hann sé í raun hæfur til að gegna embætti sínu.
Ekki af neinum pólitískum ástæðum heldur verði spurningin einfaldlega sú hvort honum hafi hrörnað svo mikið andlega og/eða líkamlega að hann geti ekki lengur tekið með vitrænum hætti þær ákvarðanir sem Bandaríkjaforseti stendur frammi fyrir á hverjum degi.
Trump sýnir nú aukin merki aldurs síns – hann verður áttræður 14. júní í sumar – og því er að minnsta kosti ástæða til að skoða þann möguleika.
Engin ákvæði lengi vel
Í upphaflegri stjórnarskrá Bandaríkjanna stóð aðeins að varaforsetinn tæki við embætti forseta ef sá síðarnefndi yrði óhæfur til að gegna því. Ekkert var hins vegar kveðið á um hver ætti að meta það eða hver framgangsmátinn ætti að vera. …

















































Athugasemdir