Billy Long biðst afsökunar: „Það var engin alvara í þessu“

Billy Long, sem Don­ald Trump hef­ur til­nefnt sem sendi­herra á Ís­landi, seg­ir enga al­vöru að baki um­mæl­um sín­um um að gera Ís­land að 52. ríki Banda­ríkj­anna. Um­mæl­in hafa vak­ið reiði með­al Ís­lend­inga.

Billy Long biðst afsökunar: „Það var engin alvara í þessu“
Billy Long, sendiherraefni, baðst afsökunar.

Billy Long, sendiherraefni Donalds Trump fyrir Ísland og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna þar sem hann yrði ríkisstjóri. 

„Það var engin alvara í þessu. Ég var með fólki sem ég hafði ekki hitt í þrjú ár og þau voru að grínast með að gera Jeff Landry [sérstakan erindreka Bandaríkjanna gagnvart Grænlandi] að ríkisstjóra Grænlands. Þau fóru þá að grínast um mig og ef einhver tók því illa biðst ég afsökunar,“ sagði Long við miðilinn Arctic Today.  

Bandaríski miðillinn Politico greindi frá ummælum Long í gær en þau voru látin falla í óformlegu tali hans við þingmenn í bandaríska þinginu. 

Undirskriftasöfnun gegn Long

Fyrr í dag greindi RÚV frá því að utanríkisráðuneytið hefði haft samband við bandaríska sendiráðið vegna ummælanna. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi tal Longs harðlega í störfum þingsins fyrr í dag og sagði …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu