Billy Long, sendiherraefni Donalds Trump fyrir Ísland og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna þar sem hann yrði ríkisstjóri.
„Það var engin alvara í þessu. Ég var með fólki sem ég hafði ekki hitt í þrjú ár og þau voru að grínast með að gera Jeff Landry [sérstakan erindreka Bandaríkjanna gagnvart Grænlandi] að ríkisstjóra Grænlands. Þau fóru þá að grínast um mig og ef einhver tók því illa biðst ég afsökunar,“ sagði Long við miðilinn Arctic Today.
Bandaríski miðillinn Politico greindi frá ummælum Long í gær en þau voru látin falla í óformlegu tali hans við þingmenn í bandaríska þinginu.
Undirskriftasöfnun gegn Long
Fyrr í dag greindi RÚV frá því að utanríkisráðuneytið hefði haft samband við bandaríska sendiráðið vegna ummælanna. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi tal Longs harðlega í störfum þingsins fyrr í dag og sagði …













































Athugasemdir