Vífill segir að fjölskyldan sjái ekki eftir þessari ákvörðun, en faðir hans er lærður bóndi og hafði lengi dreymt um að láta þann draum rætast að sinna búskap. „Pabbi gerðist bóndi árið 1989, lauk námi þá, en varð samt aldrei bóndi. Þannig að þetta var draumur hans sem hann hafði svolítið gleymt en varð að veruleika með þessu. Við leituðum að stað um allt land og fundum stað fyrir norðan. Við erum þrjár fjölskyldur sem koma að þessum búskap og erum bara að búa til lítið samfélag hérna. Við kærastan mín vorum ákveðin í að yfirgefa borgina, höfðum rekið veitingastað í Reykjavík sem hét Bio Borgari og mamma og pabbi höfðu kennt við Waldorfskólann í einhver 30 ár. Við vorum sammála um að gaman væri að gera eitthvað svona og sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun,“ segir Vífill.
Fjölskyldan í Syðra-Holti ræktar grænmeti á lífrænan hátt og að sögn Vífils er …

















































Athugasemdir