Óvissa er fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar reynt er að rýna í árið 2026 og ég horfi til ársins með hæfilegri blöndu af bjartsýni og bölmóð. Í alþjóðamálum er óvissan meiri en við höfum séð frá tímum kalda stríðsins. Hvort sem horft er til stríðsins í Úkraínu, tollastríðs, þróunar mála í Venesúela eða hótana Bandaríkjaforseta í garð evrópskra bandamanna, er ljóst að sú skipan heimsmála og alþjóðaviðskipta sem við höfum mátt venjast er í uppnámi. Það er erfitt að segja til um hvert þessi þróun mun leiða okkur á árinu.
Ég held að flestum hefði þótt það fásinna að halda því fram fyrir ári síðan að við stæðum í þeim sporum sem við stöndum í nú hvað þetta varðar. Það er sorglegt að fylgjast með ótrúlega hraðri hnignun lýðræðislegra stjórnarhátta vestan hafs, en vonandi mun staða bandaríska þingsins styrkjast gagnvart forsetanum í kosningunum í haust.
„Atvinnuleysi fer vaxandi, …

















































Athugasemdir