Það er tæknibylting fram undan, með tilkomu gervigreindar, sem mun hafa sívaxandi áhrif á líf okkar. Það kæmi mér ekki á óvart ef streymisveita eins og Netflix myndi byrja að sýna mynd sem væri nær algjörlega gerð með gervigreind. Mér finnst reyndar færeyska orðið „vitlíki“ þjálla og skemmtilegra orð.
Það er mikill óstöðugleiki í heiminum sem snýst að miklu leyti um aðgengi og eignarhald á auðlindum. Orkuþörf mannkyns mun margfaldast á næstu árum og þykir þó mörgum nóg komið.
Vopnuð átök munu halda áfram í löndum einsog Úkraínu, Palestínu, Súdan og Venesúela. Og Sýrland er púðurtunna.
Hvað stórveldin gera er erfitt að spá enda hluti af styrk þeirra að vera ófyrirséð og koma á óvart. Evrópusambandið er að stórefla hernaðarmátt sinn og Bandaríkin spila nú eftir leikkerfi sem við höfum ekki séð áður. Allt er þetta liður í að tryggja öryggi og stöðu til …

























































Athugasemdir