Ég er alltaf bjartsýn við upphaf nýs árs. Árið 2025 var gott að flestu leyti og ég á ekki von á öðru en að árið 2026 verði jafnvel gleðilegra þótt auðvitað séu ýmsar blikur á lofti, ekki síst á erlendum vettvangi.
Innanlands held ég að árið verði mjög gott ef okkur tekst að halda niðri verðbólgu, sýnum ráðdeild í fjármálum ríkis og sveitarfélaga og gætum þess að hjól atvinnulífsins snúist áfram með eðlilegum hætti.
Útlitið er bjart hér á Akureyri og ég finn að það er hugur í fólki. Mér finnst bæjarbragurinn hafa breyst til hins betra á síðustu árum. Fólk er samtaka um að byggja upp enn þá betra samfélag og rímar það ágætlega við nýsamþykkta borgarstefnu ríkisstjórnarinnar þar sem Akureyri er skilgreind sem svæðisborg.
„Það þarf að koma böndum á flóð falsfrétta sem með fulltingi gervigreindarinnar geta verið stórhættulegar
Okkur fjölgar hægt og bítandi sem er bara …























































Athugasemdir