„Í mínum huga eru stóru viðburðir ársins 2026 þeir að stjórnmálamenn hafi loksins hugrekki til að frelsa grunnskólakrakka undan símafíkn á skólatíma. Þá munu nemendur finna upp á einhverju frábæru og taka gleði sína á ný. Sömuleiðis sú opinbera ákvörðun og samstaða, ekki síst foreldra, að samfélagsmiðlar verði fjarlægðir úr lífi barna yngri en 16 ára.
Loksins svara ráðamenn þjóðarinnar kallinu og ráða 10 til 15 barnabókahöfunda í fullt starf við að skrifa sögur fyrir börn og ungmenni og virkja höfundana til að lesa upp og kenna skapandi skrif í öllum grunnskólum landsins.
Það verður líka heilbrigð ákvörðun þegar sveitarstjórnarmenn taka ákvörðun um að hafa sundlaugar opnar til miðnættis og skapa þannig heilbrigt umhverfi og jákvæða afþreyingu á viðkvæmum tíma sólarhringsins.
Svo verður um minni háttar viðburði að ræða þegar næsta skáldsaga mín fyrir fullorðna kemur út, vonandi næsta vor. Og svo miðstigsbók næsta haust. En fyrst þarf ég að …























































Athugasemdir