Nýlega tók Heimildin saman hvaða gestir hefðu oftast komið fram í skemmtiþættinum Vikunni með Gísla Marteini. Þættirnir hafa verið á dagskrá í áratug og eru þættirnir orðnir vel á þriðja hundrað.
Á þeim tíma hefur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, komið oftast eða 16 sinnum. Þar af 14 sinnum á meðan hún tók virkan þátt í stjórnmálum. En hvaða stjórnmálamenn aðrir hafa verið oftast í sófa Gísla Marteins?
Á eftir Katrínu kom oftast annar fyrrverandi forsætisráðherra – Bjarni Benediktsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann kom samtals átta sinnum í þáttinn. Bjarni var í ríkisstjórn Íslands árin 2013-2024 sem forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra. Þá var hann formaður flokks síns þangað til fyrr á þessu ári.
Ráðherrar vinsælir gestir
Ráðherrar virðast nefnilega vera vinsælir við val á gestum í sófann í Vikunni. Úr ríkisstjórnum Katrínar Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra árin 2017-2024, …









































Athugasemdir