Austurbrú á Egilsstöðum endurnýjaði ekki samning við lögfræðinginn og verkefnastjóra ferðamála, Lilju Sigríði Jónsdóttur þrátt fyrir skýr loforð um annað í tölvupóstsamskiptum. Lilja Sigríður fluttist frá Noregi í upphafi árs á loforðinu einu um að Austurbrú myndi framlengja árs langan samning við hana, enda kostnaðarsamt og algjör umbreyting á lífi hennar og fjölskyldu að flytjast búferlum fyrir starfið. Asturbrú dró hana svo á asnaeyrum í mánuðum saman að henanr sögn, þegar hún reyndi að endurnýja samning eins og búið var að lofa. Lilja Sigríður segir ágreiningin hafa verið um fæðingarorlofið hennar, en henni var tilkynnt í miðju orlofi að samningurinn yrði ekki framlengdur vegna fjárskorts.
Ólga innan Austurbrúar
„Það er bara verið að kippa undan okkur fótunum,“ segir Lilja Sigríður sem telur stofnunina varla traustsins virði geti hún ekki efnt loforð sín. Lilja er í stéttarfélagi lögmanna sem skoða nú málið. Nokkrum öðrum var sagt upp á sama tímabili hjá …


















































Athugasemdir (1)