Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana

Mar­grét Halla Hans­dótt­ir Löf beitti for­eldra sína grófu heim­il­isof­beldi sem leiddi til dauða föð­ur henn­ar. Henni fannst und­ar­legt að for­eldr­ar sín­ir hefðu ekki ver­ið hand­tek­in sama dag og fað­ir henn­ar fannst þungt hald­inn.

Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Jólatré var enn uppi og blóðslettur upp um veggi þegar lögreglan kom inn í eitt glæsilegasta einbýlishús Garðabæjar. Mynd: Golli

„Það voru slagsmál, það voru bara slagsmál, viltu senda bíl,“ sagði móðir Margrétar Höllu Hansdóttur Löf, þegar hún hringdi eftir hjálp snemma morguns föstudaginn 11. apríl síðastliðinn. Eiginmaður hennar og faðir Margrétar, Hans Roland Löf, lá meðvitundarlaus á gólfinu í stóru anddyri hússins eftir að hafa fallið á gólfið eftir heila nótt af ofbeldi sem hann mátti þola af hálfu dóttur sinnar, sem entist í um tíu klukkustundir í þeirri lotu. Neyðarvörður heyrði að Margrét kom til móður sinnar sem stumraði yfir stórslösuðum föður hennar sem átti áttræðisafmæli sama dag. Í framhaldinu heyrði neyðarvörðurinn Margréti spyrja móður sína: „En af hverju datt hann?“

„Ég veit það ekki, Margrét,“ svaraði móðir hennar tvívegis og kom fram á upptöku neyðarvarðar. Mæðgurnar snéru Hans á bakið og neyðarvörður leiðbeindi móður Margrétar hvernig ætti að opna fyrir öndunarveg hans. Í sömu andrá heyrðist Margrét spyrja: „En gerðist eitthvað þegar hann datt á gólfið?“

„Ég …

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SS
    Svanur Sigurbjörnsson skrifaði
    Takk fyrir góða samantekt um þetta sorglega mál. Það er merkileg en sorgleg staðreynd að það sé ekkert í íslenskum lögum (geri ráð fyrir því) um að barn sem drepur foreldri sitt skuli ekki í leiðinni fyrirgera rétti sínum á að erfa eignir foreldrisins. Það er erfitt að ímynda sér meðrök fyrir því að erfðaréttinum sé haldið í þessum tilvikum.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár