„Það voru slagsmál, það voru bara slagsmál, viltu senda bíl,“ sagði móðir Margrétar Höllu Hansdóttur Löf, þegar hún hringdi eftir hjálp snemma morguns föstudaginn 11. apríl síðastliðinn. Eiginmaður hennar og faðir Margrétar, Hans Roland Löf, lá meðvitundarlaus á gólfinu í stóru anddyri hússins eftir að hafa fallið á gólfið eftir heila nótt af ofbeldi sem hann mátti þola af hálfu dóttur sinnar, sem entist í um tíu klukkustundir í þeirri lotu. Neyðarvörður heyrði að Margrét kom til móður sinnar sem stumraði yfir stórslösuðum föður hennar sem átti áttræðisafmæli sama dag. Í framhaldinu heyrði neyðarvörðurinn Margréti spyrja móður sína: „En af hverju datt hann?“
„Ég veit það ekki, Margrét,“ svaraði móðir hennar tvívegis og kom fram á upptöku neyðarvarðar. Mæðgurnar snéru Hans á bakið og neyðarvörður leiðbeindi móður Margrétar hvernig ætti að opna fyrir öndunarveg hans. Í sömu andrá heyrðist Margrét spyrja: „En gerðist eitthvað þegar hann datt á gólfið?“
„Ég …













































Athugasemdir