Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana

Mar­grét Halla Hans­dótt­ir Löf beitti for­eldra sína grófu heim­il­isof­beldi sem leiddi til dauða föð­ur henn­ar. Henni fannst und­ar­legt að for­eldr­ar sín­ir hefðu ekki ver­ið hand­tek­in sama dag og fað­ir henn­ar fannst þungt hald­inn.

Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Jólatré var enn uppi og blóðslettur upp um veggi þegar lögreglan kom inn í eitt glæsilegasta einbýlishús Garðabæjar. Mynd: Golli

„Það voru slagsmál, það voru bara slagsmál, viltu senda bíl,“ sagði móðir Margrétar Höllu Hansdóttur Löf, þegar hún hringdi eftir hjálp snemma morguns föstudaginn 11. apríl síðastliðinn. Eiginmaður hennar og faðir Margrétar, Hans Roland Löf, lá meðvitundarlaus á gólfinu í stóru anddyri hússins eftir að hafa fallið á gólfið eftir heila nótt af ofbeldi sem hann mátti þola af hálfu dóttur sinnar, sem entist í um tíu klukkustundir í þeirri lotu. Neyðarvörður heyrði að Margrét kom til móður sinnar sem stumraði yfir stórslösuðum föður hennar sem átti áttræðisafmæli sama dag. Í framhaldinu heyrði neyðarvörðurinn Margréti spyrja móður sína: „En af hverju datt hann?“

„Ég veit það ekki, Margrét,“ svaraði móðir hennar tvívegis og kom fram á upptöku neyðarvarðar. Mæðgurnar snéru Hans á bakið og neyðarvörður leiðbeindi móður Margrétar hvernig ætti að opna fyrir öndunarveg hans. Í sömu andrá heyrðist Margrét spyrja: „En gerðist eitthvað þegar hann datt á gólfið?“

„Ég …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu