Léttir að fella grímuna

Á dimm­ustu dög­um árs­ins mæta börn­in á Bessastaði þar sem for­seti Ís­lands tek­ur á móti þeim, tendr­ar jóla­ljós og dans­ar í kring­um jóla­tré. Nokkr­um dög­um síð­ar er Halla Tóm­as­dótt­ir kom­in á einn myrk­asta stað lands­ins, inn í fang­els­ið á Litla-Hrauni. Á báð­um stöð­um er hún með sama markmið: Að veita von og hlýju. Sjálf var hún barn sem þjáð­ist í þögn, þar til hún var orð­in full­orð­in kona og far­in að rek­ast á veggi vegna af­leið­inga kyn­ferð­is­legr­ar mis­notk­un­ar í æsku. Með þá reynslu í fartesk­inu tek­ur hún ut­an um menn sem hafa gerst sek­ir um of­beldi og biðl­ar til þeirra að leita leiða til lausna.

Léttir að fella grímuna

Einn miðvikudagsmorgun í desember stendur Halla Tómasdóttir í anddyri Bessastaðastofu. Útidyrahurðin er lokuð en hún er tilbúin, klædd í græna kápu því hún vildi vera í jólalitum og með loðhúfu, „því ég fann ekki jólahúfuna“. Við hlið hennar stendur eiginmaðurinn, Björn Skúlason, á meðan starfsmenn embættisins undirbúa næstu skref. „Nú fáum við að gera það sem við gerðum þegar við vorum börn,“ segir Halla, „að dansa í  kringum jólatré og syngja jólalög.“ 

Fyrir utan stendur rúta með börnum úr leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskólans á Álftanesi, sem eru að tínast út. Á meðan hjónin bíða í anddyrinu segir Halla hlæjandi frá síðustu jólum, þegar sá yngsti í hópnum þurfti að fara á salernið og kom því inn. „Það var dálítið mál að fara úr kuldagallanum svo hann stóð hér í anddyrinu í smástund að baksa við það, greinilega mjög kvefaður. Þá sá hann málverk sem hangir á veggnum hér inni …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu