Einn miðvikudagsmorgun í desember stendur Halla Tómasdóttir í anddyri Bessastaðastofu. Útidyrahurðin er lokuð en hún er tilbúin, klædd í græna kápu því hún vildi vera í jólalitum og með loðhúfu, „því ég fann ekki jólahúfuna“. Við hlið hennar stendur eiginmaðurinn, Björn Skúlason, á meðan starfsmenn embættisins undirbúa næstu skref. „Nú fáum við að gera það sem við gerðum þegar við vorum börn,“ segir Halla, „að dansa í kringum jólatré og syngja jólalög.“
Fyrir utan stendur rúta með börnum úr leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskólans á Álftanesi, sem eru að tínast út. Á meðan hjónin bíða í anddyrinu segir Halla hlæjandi frá síðustu jólum, þegar sá yngsti í hópnum þurfti að fara á salernið og kom því inn. „Það var dálítið mál að fara úr kuldagallanum svo hann stóð hér í anddyrinu í smástund að baksa við það, greinilega mjög kvefaður. Þá sá hann málverk sem hangir á veggnum hér inni …


























Athugasemdir