Jóhann Páll Jóhannssonuumhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gaf í dag út aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Er þetta í fyrsta skipti sem slík áætlun er unnin.
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að áhersla verði lögð á „viðbrögð og mat á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru, samfélag og innviði til að ná utan um afleiðingar loftslagsbreytinga.“
Markmið áætlunarinnar er að draga úr „loftslagstengdri áhættu til lengri og skemmri tíma með því að auka seiglu samfélags og vistkerfa.“
„Loftslagsbreytingar eru ekki framtíðarvandi, heldur viðburður sem hefur afleiðingar hér og nú, og sem heimsbyggðin er þegar farin að finna á eigin skinni. Ísland er ekki í skjóli. Við þurfum að aðlaga samfélagið og innviði að þeim breytingum sem eru þegar hafnar, um leið og við tökum þátt í því alþjóðlega verkefni að draga úr losun,“ er haft eftir Jóhanni Páli.



















































Athugasemdir