Áfallinn kostnaður við undirbúning Fjarðarheiðarganga eru tæpar 536 milljónir króna. Í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er framkvæmdum við göngin frestað en Fjarðagöng sett í forgang.
Fjarðarheiðargöng mundu liggja á milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs og kæmu í stað vegarins um Fjarðarheiði sem liggur í 620 metra hæð og er illfær stóran hluta ársins. Þau voru sett í forgang í samgönguáætlun sem samþykkt var 2020 en eru nú sett til hliðar.
Fjarðagöng tengja hins vegar Seyðisfjörð við Mjóafjörð og Norðfjörð. Þannig eru lögð tvenn göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, 5,4 kílómetra löng, og frá Mjóafirði til Norðfjarðar, 7 kílómetra löng, sem munu rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og tengja betur samfélögin á Austurlandi að því er fram kemur í nýju samgönguáætluninni.
Fjarðagöng eru sett í annað sæti í forgangsröðun samgönguáætlunar til ársins 2040, sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti á dögunum. Samfélagslegur ábati af Fjarðagöngum var metinn meiri en af Fjarðarheiðargöngum og sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að …












































Athugasemdir