Ævisaga Karls Sigurbjörnssonar biskups, Skrifað í sand, er umtalsverður fengur fyrir sagnfræðinga og áhugafólk um róstursama tíma þjóðkirkjunnar á Íslandi. Karl var biskup frá 1998 til 2012 þar sem hann hætti í skugga hneykslismála og mikils niðurskurðar kirkjunnar í kjölfar hrunsins. Það sem sætir kannski helstu tíðindum er að Karl gerir það sem söguhetja Engla alheimsins predikar í skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, þar sem Páll segir: „Enginn ætti að skrifa ævisögu sína fyrr en ævi hans er öll.“
Það er sannarlega raunin hér. Bókin fannst eftir andlát Karls í febrúar árið 2024 og fékk Veröld handritið í hendur og gaf út í samstarfi við fjölskyldu hans nú fyrir jól. Saga Karls er kaflaskipt og undantekningarlaust rituð af mikilli virðingu fyrir samferðarfólki sínu og samfélagi. Æskuárunum er skemmtilega lýst og dregur Karl upp óvenju skýra og heildstæða mynd af uppeldisárum sínum, ólíkt mörgum ævisögum sem gagnrýnandi hefur lesið í gegnum tíðina …











































Athugasemdir