Birgir Þór Bieldvedt fjárfestir og einn af stofnendum Domino's á Íslandi hefur selt allan hlut sinn í skyndibitakeðjunni sem rekur 22 pizzastaði um land allt. 25,6% hlutur í móðurfélagi Domino's var seldur félagi í eigu fólks sem kennt er við fyrirtækið Lýsi.
Eignarhald Domino's á Íslandi er þannig að uppistöðu komið í hendur þekkts fólks úr sjávarútvegi. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, og dóttir hennar, Erla Katrín Jónsdóttir, fara ásamt Gunnlaugi S. Gunnlaugssyni, stjórnarformanni Lýsis, fyrir félaginu Ívari sem kaupir fjórðungshlutinn af félagi í eigu Birgis.
Þar að auki á Lýsi sjálft 12,9% hlut í móðurfélagi Domino's en nýlega var tilkynnt um sölu Lýsis til útgerðarfélagsins Brim. Verða eigendur Lýsis og Brim því stærstu eigendur Domino's með um 38,5% hlut þegar salan er gengin í gegn.
Guðbjörg Matthíasdóttir, einn eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, og fjölskylda hennar eiga nú 34,7% hlut. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, á 25,7% hlut í gegnum fjárfestingafélag …













































Athugasemdir