Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Segir Stefán geta bjargað Vinstri grænum

Öss­ur Skarp­héð­ins­son veit­ir ut­an­þings vinstri flokki ráð­gjöf.

Segir Stefán geta bjargað Vinstri grænum
Össur Skarphéðinsson Fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar vísar VG veginn. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, fullyrðir að sagnfræðingurinn Stefán Pálsson sé vænlegur bjargvættur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem féll af þingi í síðustu kosningum og mælist enn utan þings.

„Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað,“ segir Össur.

Tilefnið er framkoma og frammistaða Stefáns í Silfrinu í kvöld, sem hann telur undirstrika mannkosti og kjörþokka umfram Svandísi Svavarsdóttur og Guðmund Inga Guðbrandsson, fyrrverandi ráðherra og eftirmenn Katrínar Jakobsdóttur.

„Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi. VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar. Bæði vilja þó leiða leifarnar í næstu kosningum,“ segir hann.

Stefán PálssonLeitað er þess sem getur leitt Vinstri græn í gegnum lýðræðislega eyðimerkurgöngu.

„Stefán yrði hins vegar óvænt útspil sem formannsefni og myndi kjafta VG gegnum múrinn. En hann er ekki í flokkseigendaklíkunni, VG er á hraðri leið fyrir endanlegan ætternisstapa og fyrir löngu búið að tapa tengslum við raunveruleikann. Líklegast er að Svandís verði klöppuð upp til að veita tætlunum sem eftir eru af VG síðustu nábjargirnar,“ segir Össur og bætir við af kerskni. „En enginn getur skammað mig fyrir að hafa ekki bent þeim á leið til lífs.“

Svandís Svavarsdóttir er nú formaður VG og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður. Flokkurinn mælist enn utan þings, með aðeins 3,2% fylgi.

Stefán Pálsson er varaborgarfulltrúi VG. Hann var útskrifaður sagnfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998. Þá lauk hann MSc-gráðu í vísinda- og tæknifræðum frá Edinborgarháskóla árið 2001.

Hann var formaður Samtaka hernaðarandstæðinga fá 2000 til 2015, var spurningahöfundur Gettu betur og leiðbeindi lengi við bjórskóla Ölgerðarinnar. Þá er hann þekktur stuðningsmaður Fram og Luton Town.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hann Össur er grínisti. Enginn getur bjargað Vinstri Grænum. Þeir hafa svikið öll sín helstu stefnumál.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár