Minnstu munaði að þjóðkirkjan tæki kúlulán fyrir hrun og var lagt hart að Karli Sigurbjörnssyni, þáverandi biskup íslensku þjóðkirkjunnar, að fallast á slíkt. Þetta kemur fram í æviminningum Karls sem nefnast Skrifað í sand og fundust eftir andlát hans. Veröld gefur út bókina sem er óvenju hispurslaus og einlæg. Heimildin hefur þegar fjallað um erfið ár vegna kynferðisofbeldis Ólafs Skúlasonar biskups og síðar átök biskups við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hér verður fjallað um hrunið og eftirköst þess fyrir kirkjuna.
„Hinn 6. október 2008 er dagur sem seint gleymist,“ skrifar Karl og vísar þá í alræmda dagsetningu þegar Geir H. Haarde hélt ræðu sína í beinni útsendingu á RÚV og lauk henni á fleygum orðum: „Guð blessi Ísland.“
Því má halda því fram með góðum rökum að í huga íslensku þjóðarinnar hafi hrunið byrjað á þessari heilögu kveðju.
„Tær snilld“
Karl spyr hvað hafi gerst í hruninu og skrifar: „Það er …











































Athugasemdir