Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík í nýjum Borgarvita Maskínu. Samfylkingin er næst stærst og mælist enn yfir kjörfylgi, en fylgið hefur dalað frá því í sumar.
Samkvæmt niðurstöðunum, sem greint var frá í kvöldfréttum Sýnar, mælist Viðreisn með 11,9 prósent, Miðflokkur 8,5 prósent og Píratar 6,4 prósent og Sósíalistaflokkurinn 5 prósent. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mælast með 4,4 og 4,2 prósent.
Fylgi við Flokk fólksins hrynur niður í 2,6 prósent.
Samanlagt fylgi flokkanna sem mynda meirihluta í borginni er 43,5 prósent. Minnihlutinn mælist með 47,3 prósent en Miðflokkurinn, sem stendur utan borgarstjórnar, mælist í áðurnefndum 8,5 prósentum. Samanlagt fylgi minnihlutans og Miðflokksins er því 55,8 prósent.
Könnunin var gerð dagana 20. til 26. nóvember og svarendur voru 1.034.












































Athugasemdir